Alheimurinn

Svarthol rekið á flótta

Gríðarþungt svarthol á þyngd við 20 milljón sólir er nú á fullri ferð út úr stjörnuþoku sinni og dregur stjörnuhala á eftir sér.

BIRT: 13/02/2024

Geta svarthol yfirgefið stjörnuþokur sínar? Já, greinilega. Stjörnufræðingar hafa nú einmitt séð svarthol á hraðferð burtu frá heimaslóðunum.

 

Það eru meira en 50 ár síðan stjörnufræðingar gerðu sér ljóst að í geimnum hlyt að vera að finna svarthol sem yfirgefa stjörnuþokur sínar en þeim hefur ekki tekist að finna þau. Þessi uppgötvun er því ekki aðeins hrífandi heldur staðfestir hún áratuga grunsemdir stjörnufræðinga.

 

Fannst fyrir tilviljun

Það var hópur vísindamanna hjá Yaleháskóla sem uppgötvaði svartholið.

 

Niðurstöður þeirra eru birtar í grein sem mun brátt birtast í The Astrophysical Journal Letters, en hana má nú þegar lesa á rannsóknarsíðunni arXiv.

 

Hópurinn var reyndar að rannsaka dvergþokuna RCP 28 sem er í 7,5 milljarða ljósára fjarlægð, með aðstoð Hubble-sjónaukans, þegar undarleg ljósrönd birtist á myndum. Menn grunaði fljótlega að þetta væri svokallað ofursvarthol en þau eru ofboðslega massamikil og yfirleitt að finna inni í miðri stjörnuþoku.

 

Til nánari rannsókna notuðu vísindamennirnir Keck-sjónaukann á Hawaii. Nú var hægt að slá því föstu að ljósrákin væri meira en 200.000 ljósár á lengd sem er tvöfalt þvermál Vetrarbrautarinnar. Það er skoðun vísindamannanna að ljósrákin sé í rauninni þétt gas og þar myndist stöðugt nýjar stjörnur.

Keck sjónaukinn er staðsettur á eldfjallaeyjunni Mauna Kea, sem er talin ein mikilvægasta stjörnuathugunarstöð heims. Keck sjónaukarnir tveir mynda einn sjónauka.

Það er ofurþungt svarthol sem hefur dregið þennan ljóshala á eftir sér og vísindamennirnir telja það um 20 milljónir sólmassa að þyngd.

 

Það þýtur burt frá stjörnuþoku sinni á um 5,6 milljón km hraða sem er meira en 4.500 sinnum meiri hraði en hljóðið nær.

 

Til viðbótar má greina að hinn endi ljóshalans vísar inn að miðju stjörnuþokunnar, þar sem einmitt ætti að vera að finna gríðarstórt svarthol.

LESTU EINNIG

Gæti verið eitthvað annað

Vísindamennirnir voru þó fullir efasemda í upphafi enda eiga mjög þung svarthol til að skjóta frá sér ljósstrókum sem geta minnt talsvert á þessa nýuppgötvuðu ljósrák.

 

Styrkur þessara ljósstróka minnkar þó smám saman eftir því sem lengra dregur en hali svartholsins virðist þvert á móti styrkjast.

 

Þar að auki breiðir halinn úr sér en ljósstrókar frá svartholi eru því sem næst alveg línulegir.

 

Sú skýring virðist því trúlegust að þarna sé á ferð þungt svarthol og nýjar stjörnur myndist í gasskýinu sem það dregur á eftir sér.

 

Þriðja hjólið í vetrarbrautadansi

Vísindamennirnir veltu líka fyrir sér hvernig svartholið hefði losnað úr haldi stjörnuþokunnar. Líklegast telja þeir að það hafi slöngvast burtu líkt og því væri skotið með teygjubyssu.

Hér hafa rannsakendur búið til fimm þrepa kerfi sem sýnir hvernig tvö svarthol í tvíundarsambandi geta raskast af þriðja svartholinu, skapað ójafnvægi í samstarfinu og hent út úr vetrarbrautinni. Skema 6 sýnir slóð þjappaðs gass sem myndar stjörnur.

Það gæti gerst ef þrjú ámóta þung svarthol koma of nálægt hvert öðru.

 

Tvö svarthol taka þá að snúast hvort um annað en það þriðja þeytist burtu „úr dansinum“ á miklum hraða.

 

Nú vonast stjörnufræðingarnir til að finna fleiri svarthol á flótta til að öðlast einhverja tilfinningu fyrir því hversu algengt þetta sé.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© SiOwl/Wikimedia Commons. © van Dokkum et al.

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

6

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Mörg dýr geta verið hættuleg okkur mönnunum, en hvaða dýr deyðir flesta?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is