Með nýju, metnaðarfullu verkefni hyggjast Kínverjar skipa sér í fremstu röð í geimrannsóknum.
Kínverska geimferðastofnunin hefur nýverið birt áætlanir um að skjóta á loft röntgensjónauka til rannsókna á himinhvelfingunni.

Sjónaukinn eXTP á m.a. að greina röntgengeislun frá nifteindastjörnum.
Nýi sjónaukinn nýtir sama tíðnisvið og þeir röntgensjónaukar, sem þegar eru á lofti, Chandra frá NASA og XMM-Newton frá ESA. Báðum var skotið á loft árið 1999.
Rannsakar nálægari fyrirbrigði
Þeim sjónaukum er ætlað að skoða fyrirbrigði í mjög mikilli fjarlægð, m.a. myndun stjarna og stjörnuþokna.
Kínverski eXTP-sjónaukinn á aftur á móti að einblína á mun nálægari fyrirbrigði og m.a. skoða nifteindastjörnur til að skýra hvort þær séu raunverulega gerðar úr nifteindum, eða hvort þrýstingurinn sé svo mikill að jafnvel nifteindirnar hafi klofnað í smærri einingar – kvarka.
Innsýn í grundvallareðlisfræði
Forystumaður verkefnisins, Lu Fangjun kveðst einnig vonast til að finna og rannsaka svarthol – og þá mjög gjarnan svarthol sem eru að renna saman.
Markmiðin eiga það sameiginlegt að stefna að betri innsýn í þá grundvallareðlisfræði sem skýrir hvers vegna efni hagar sér á ákveðinn hátt við mjög óvenjulegar aðstæður, sem ógerlegt er að skapa hér á jörð.
Röntgensjónaukinn EXTP
Áætlað geimskot árið 2025.
200 vísindamenn frá 20 ríkjum taka þátt í verkefninu.
Áætlaður kostnaður er um 375 milljónir evra.