Á örskömmum tíma getur gammablossi skilað um tífaldri þeirri orku sem sólin okkar framleiðir samanlagt á allri tíu milljarða ára ævi sinni.
Þessi ákafa stuttbylgjugeislun er þar með einhver allra öflugasta orkulosun sem við þekkjum.
Nú gætu stjörnufræðingar einmitt hafa greint allra öflugustu gammageislun sem sögur fara af – allt að 18 sinnum kraftmeiri en áður hefur orðið vart.
Sjáanleg í margar klukkustundir
Þessi nýuppgötvaði gammablossi hefur fengið hið þjála nafn GRB 221009A og greindist m.a. í tækum Swift-gervihnattar NASA og Gemini South-sjónaukanum sem vaktar geiminn frá fjalllendinu Gerro Pachon í Chile.
Stjörnufræðingar um allan heim hafa snúið sjónaukum sínum í áttina til að mæla glóðina eftir þennan stóratburð.
Burst Alert Telescope (BAT) Swift gervitunglsins finnur staðsetningu gammageisla á innan við 15 sekúndum og sendir gögnin áfram til annarra sjónauka.
Gammablossinn á uppruna sinn í stjörnuþoku í svipaða stefnu og litla stjörnumerkið Örin og er talinn hafa orðið í um 2,4 milljarða ljósára fjarlægð héðan.
Sjónaukar greindu blossann í heilar tíu klukkustundir sem er meðal þess lengsta sem sést hefur.
Og það er ekki allt og sumt, heldur gæti GRB 221009A hafa verið einhver mesta orkulosun sem nokkurn tíma hefur orðið vart í útgeimnum.
Olli óreiðu á gufuhvolfi Jarðar
Yfirleitt eru þessar miklu sprengingar í geimnum mældar í gígarafeindavoltum en fáeina ná upp terarafeindavolt.
Nú mældi kínverska rannsóknastöðin „Large High Altitude Air Shower Observatory“ ljóseindir með orkustig upp á 18 terarafeindavolt.
Fleiri stjörnufræðingar þurfa þó að staðfesta slíkar niðurstöður áður en unnt er að færa þessa sprengingu til bókar sem alheimsmet.
En því hefur líka verið lýst að sprengingin hafi valdið óreiðu i gufuhvolfi jarðar og skilið eftir sig merkilegar truflanir á langbylgjusendingum.
Swift sjónaukinn náði bjarmanum af GRB 221009A sprengingunni um klukkustund eftir að sprengingarinnar varð vart. Hringirnir á myndinni myndast vegna röntgengeislunar sem dreifist í annars ósýnilegu ryki.
Gerist á 1000 ára fresti
Það er enn ekki fullvíst hvað olli þessari ofboðslega orkuríku sprengingu sem stjörnufræðingarnar telja til atburða sem gerst geti á þúsund ára fresti.
Sennilegast þykir að deyjandi risastjarna hafi fallið saman og myndað svarthol.
Þá skýtur nýja svartholið efni út úr hinni samanfallandi stjörnu á allt að ljóshraða. Efnið rekst svo á leifar af stjörnunni og þá myndast þessi ofboðslega gammageislun.
Svona myndast gammageislun:
Hrun stjörnu veldur dauðageislun
Tveir stórir gammablossar árið 2019 veittu innsýn í tilurð dauðageislunar.
Rauður risi brennur upp
Risastjarna með 40 sinnum meiri massa en sólin okkar fellur saman eftir að hafa fullnýtt eldsneyti sitt.
Stjarnan springur
Hitinn vex og slengir eindum út. Þær rekast á leifar stjörnunnar og valda myndun gríðarstjörnu.
Svarthol skýtur efni út
Myndun svarthols knýr efnisskel út úr samanfallandi stjörnu á 99,9999% af ljóshraðanum.
Gammablossa skotið
Ljóseindirnar verða milljarði sinnum orkumeiri en venjulegt ljós og úr verður gammgeislun með gríðarlegri orku.
Árekstur skapar geislun
Efnið rekst á leifar af gufuhvolfi stjörnunnar. Áreksturinn við þetta gas eykur hraða rafeinda sem umbreyta orku í ljóseindir.
Hrun stjörnu veldur dauðageislun
Tveir stórir gammablossar árið 2019 veittu innsýn í tilurð dauðageislunar.
Rauður risi brennur upp
Risastjarna með 40 sinnum meiri massa en sólin okkar fellur saman eftir að hafa fullnýtt eldsneyti sitt.
Stjarnan springur
Hitinn vex gríðarlega og slengir eindum út. Þær rekast á leifar stjörnunnar og valda myndun gríðarstjörnu.
Svarthol skýtur efni út
Myndun svarthols knýr efnisskel út úr samanfallandi stjörnu á 99,9999% af ljóshraðanum.
Gammablossa skotið
Ljóseindirnar verða milljarði sinnum orkumeiri en venjulegt ljós og úr verður gammgeislun með gríðarlegri orku.
Árekstur skapar geislun
Efnið rekst á leifar af gufuhvolfi stjörnunnar. Áreksturinn við þetta gas eykur hraða rafeinda sem umbreyta orku í ljóseindir.