Heilsa

Svartidauði leynist enn í genum þínum

Einn versti drápari í sögu mannkyns hefur skilið eftir sig ummerki í erfðaefni manna og þau geta aukið líkur á sjálfsofnæmissjúkdómum á okkar dögum.

BIRT: 04/01/2024

Pestarbakterían Yersinia pesti herjaði á meginland Evrópu í stórum faraldri 1347-1353, drap sennilega um helming íbúa, hrakti suma á flótta og olli upplausn og ringulreið. Þetta var einhver versti manndrápsfaraldurinn í álfunni.

 

Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa nú birst í vísindatímaritinu Nature og samkvæmt þeim hefur bakterían skilið eftir sig varanleg ummerki í erfðaefni manna og þar með aukið tíðni sjálfsónæmissjúkdóma á borð við liðagigt, sykursýki og langvinna þarmabólgu.

 

Plágukirkjugarðar rannsakaðir

Við rannsókn sína skoðuðu vísindamennirnir 516 sýni erfðaefnis úr beinum og tönnum fólks sem ýmist dó fyrir faraldurinn, meðan hann gekk yfir eða eftir að honum lauk, annars vegar í London og hins vegar í Danmörku.

Með því að greina DNA sýni í tönnum og beinum frá fólki sem lést fyrir, á meðan eða eftir svartadauða tókst rannsakendum að bera kennsl á genin sem skiptu máli fyrir hverjir lifðu af og hverjir ekki.

Vísindamennirnir unnu út frá þeirri tilgátu að útbreiðsla sýkinnar í Evrópu, Asíu og Afríku hefði getað valdið breytingu á þróun ónæmiskerfisins. Nú virðist sú tilgáta standast.

 

Í genum sem stýra ónæmiskerfinu fundu vísindamennirnir fjóra breytileika sem ýmist vörðu fólk fyrir pestinni eða gerðu fólk móttækilegra fyrir henni. Þessar genagerðir höfðu því áhrif á hverjir dóu og hverjir lifðu.

 

Gen styrktu ónæmiskerfið

Sú genagerð sem mesta athygli vakti er í geninu ERAP2, sem tryggir að ónæmiskerfið geti uppgötvað sýkingar og varist þeim.

 

Það eru svonefndat átfrumur í blóði sem gleypa bakteríur og veirur og klippa síðan í búta, sem B- og T-frumur ónæmiskerfisins þekkja og geta ráðist gegn. Átfrumurnar virka þannig að hluta sem viðvörunarbjöllur.

 

Nýja rannsóknin leiddi í ljós að fólk með tvær nákvæmlega eins útgáfur af ERAP2-geninu var um 40% líklegra til að lifa faraldurinn af en aðrir. Og þeir sem lifðu af eignuðust svo eðlilega fremur afkomendur, sem erfðu þessa genagerð.

Vísindamenn rannsökuðu m.a. bein og tennur sýktra einstaklinga í East Smithfield kirkjugarðinum í London.

Eykur hættuna á alvarlegum sjúkdómum

En einmitt þessi genagerð, sem varði svo vel gegn Svartadauða, eykur nú hættu á sjálfsofnæmissjúkdómum svo sem liðagigt, sykursýki og viðvarandi þarmabólgu, en þessir sjúkdómar stafa af því að ónæmiskerfið snýst gegn eigin frumum líkamans. Þetta kemur fram í rannsókninni.

 

Stjórnandi rannsóknarinnar, Hendrik Poinar hjá McMasterháskóla í Hamilton í Kanada líkir þessum tveimur eintökum af ERAP2-geninu við skæri sem klippi sundur veirur og bakteríur.

 

Á miðöldum skiptu þessi skæri sköpum í baráttunni við Svartadauða en svo undarlegt sem það er, þá eru þau nú ógn við heilbrigði fólks.

Líkaminn ræðst gegn sjálfum sér

Til eru um 80 sjálfsofnæmissjúkdómar, sem stafa af því að ónæmiskerfið ræðst gegn heilbrigðum líkamsfrumum.

 

Psoriasis er slíkur sjúkdómur og stafar af því að hvít blóðkorn losa efni sem koma frumum í ysta húðlaginu til að vaxa mjög ört og mynda rauða flekki.

 

Meðal sjálfsofnæmissjúkda eru:
  • Psoriasis

 

  • Liðagigt

 

  • Krónísk þarmabólga

 

  • MS (Multiple sclerosis)

 

  • Sykursýki 1

LESTU EINNIG

© MATT CLARKE/MCMASTER UNIVERSITY, Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.