Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Bretar yfirgáfu Palestínu þann 14. maí árið 1948 og sama dag lýstu gyðingar yfir stofnun ríkisins Ísraels. Egyptar, Jórdanar og Sýrlendingar sögðu hinu nýja ríki strax stríð á hendur og sendu bardagaflugvélar af stað. Kapphlaup við tímann hófst, því Ísraelar urðu að útvega sér flugvélar og hermenn áður en Arabaríkin sigruðust á hinu nýstofnaða Ísraelsríki.