Search

Af hverju gliðna stoðir lýðræðis í Ísrael?

Þegar Ísraelsríki var stofnað 1948 voru lýðræði og jafnrétti í hávegum höfð. En eftir að forsætisráðherrann var skotinn til bana varð mikil breyting og Benjamin Netanjahu komst til valda.

BIRT: 14/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Á fyrstu mánuðum ársins 2023 streymdu hundruðir þúsunda út á göturnar í borgum í Ísrael til að mótmæla fyrirætlunum forsætisráðherrans, Benjamins Netanjahu.

 

Mótmælin má rekja til afar umdeildra breytinga sem munu veita ríkisstjórninni úrslitavald yfir dómstólum en að sögn sérfræðinga grafa þessar breytingar undan lýðræði í landinu.

 

Saga ísraelska lýðræðisins hófst 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað sem „lýðræðisríki gyðinga“. Á næstu áratugum blómstruðu lýðræðisleg gildi ásamt jafnrétti og félagslegu réttlæti og ný lög tryggðu réttindi borgaranna.

 

Þessi þróun stöðvaðist mjög snögglega þegar ofstækistrúaður gyðingur skaut Yitzak Rabin forsætisráðherra til bana. Með morðinu var endir bundinn á friðarferli sem þá stóð yfir milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Átök í kjölfarið ýttu bæði undir þjóðernis- og ofsatrúarhreyfingar.

Á fyrstu mánuðum ársins 2023 hefur mikill fjöldi mótmælenda lagt leið sína um götur borga í Ísrael.

Banatilræðið sundraði þjóðinni

Valdataka hins hægri sinnaða íhaldsmanns, Benjamins Netanjahu sem varð forsætisráðherra 1996 jók enn á sundurlyndi þjóðernissinna og strangtrúaðra annars vegar og lýðræðissinna hins vegar.

 

Netanjahu kom í gegnum þingið ýmsum lögum sem styrktu hlutverk Ísraels sem gyðingaríkis á kostnað ýmissa lýðræðislegra gilda. M.a. voru réttindi hins arabíska hluta íbúanna takmörkuð.

 

Netanjahu tapaði kosningum 1999 en varð aftur forsætisráðherra 2009 og hefur síðan ýmist leitt stjórn eða stjórnarandstöðu.

 

Í nóvember 2022 komst Netanjahu til valda á nýjan leik og nú með tilstyrk stjórnmálamanna sem eru svo utarlega á hægri vængnum að þeir höfðu fram að því ekki talist stjórntækir.

 

Nú sitja þessir öfgahægrimenn við stjórnvölinn og stefna hiklaust að því að Ísrael verði aðeins fyrir gyðinga. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð er að ná yfirráðum yfir dómstólunum sem hingað til hafa staðið í vegi fyrir fleiri landtökubyggðum á svæðum Palestínumanna.

BIRT: 14/04/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is