Íseldfjöll spúa krapaís á Plútó

Rannsóknarteymi hefur rannsakað ítarlega myndir frá ferð geimkannans New Horizons fram hjá Plútó árið 2015 og þar sem eldfjöll á jörðinni eru mynduð af bráðnu bergi eru íseldfjöll á Plútó mynduð af einhverju sem minnir á krapaís.

Djúpfrosinn dvergur sem iðar af fjöri

Dimmur, gagnfreðinn og líflaus – stjörnufræðingar gerðu sér ekki háar hugmyndir um Plútó en myndir frá New Horizons-farinu snúa þessum hugmyndum á hvolf. Setlög úr lífrænum efnum og sprungur í ísnum benda til að haf leynist undir yfirborðinu. Kannski þrífst jafnvel líf þarna í útjaðri sólkerfisins.

Getur Plútó rekist á Neptúnus?

Það virðist ekki fráleit hugmynd að Neptúnus og Plútó gætu rekist saman, vegna þess að brautir þeirra skerast. Plútó var þannig nær sólu en Neptúnus frá 21. janúar 1979 til 11. febrúar 1999. Báða þessa daga fór Plútó fram hjá braut Neptúnusar án þess að nokkuð gerðist. Raunar verður Neptúnus alltaf staddur annars staðar í […]

Þrjú tungl fylgja Plútó

Stjörnufræði Nýjar rannsóknir benda nú til að reikistjarnan Plútó hafi kannski þrjú tungl. Stóra tunglið Charon hefur verið þekkt lengi, en að auki sýna myndir frá geimsjónaukanum Hubble tvo litla hnetti sem virðast hreyfast með Plútó. Uppgötvun þessara himinhnatta ein og sér má teljast talsvert afrek, þar eð ljósstyrkur þeirra er einungis fimmþúsundasti hluti af […]