Getur Plútó rekist á Neptúnus?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það virðist ekki fráleit hugmynd að Neptúnus og Plútó gætu rekist saman, vegna þess að brautir þeirra skerast.

 

Plútó var þannig nær sólu en Neptúnus frá 21. janúar 1979 til 11. febrúar 1999.

 

Báða þessa daga fór Plútó fram hjá braut Neptúnusar án þess að nokkuð gerðist. Raunar verður Neptúnus alltaf staddur annars staðar í brautinni þegar Plútó fer hjá og hnettirnir tveir munu aldrei koma nær hvor öðrum en sem nemur um tveim milljörðum kílómetra.

 

Fyrir þessu eru tvær gildar ástæður. Annars vegar liggja brautirnar ekki í sama plani. Neptúnus snýst kringum sólina í nokkurn veginn sama plani og flestar hinar reikistjörnurnar. Dvergreikistjarnan Plútó fer hins vegar um braut sem hefur 17 gráðu halla gagnvart brautaplani annarra reikistjarna. Þegar Plútó fer inn eða út fyrir braut Neptúnusar er hann sem sagt alltaf talsvert undir eða yfir braut Neptúnusar.

 

Hin ástæðan er fólgin í svonefndri meðsveiflun eða sveifluhlutfalli þessara hnatta. Plútó fer tvo hringi um sólina meðan Neptúnus fer þrjá. Þetta hlutfall – 3:2 meðsveiflun – má greina stærðfræðilega og hér eru möguleikarnir tveir. Annað hvort er meðsveiflunin alveg stöðug og þá koma hnettirnir tveir aldrei í námunda hvor við annan, eða þá að meðsveiflunin veldur smám saman óstöðugleika sem þá myndi enda með því að minni hnötturinn sveiflaðist á endanum burtu.

 

En í tilviki Neptúnusar og Plútós er meðsveiflunin fullkomlega stöðug og þessir tveir himinhnettir munu því aldrei rekast saman.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is