Blóðugasta borgarastyrjöld sögunnar stóð yfir á árunum 1851-64. Taipinguppreisnin sem svo er kölluð, kostaði um 20 milljónir Kínverja lífið.
Upphafsmaður uppreisnarinnar var Hong Xiuquan, trúarofstækismaður sem hafði tekið kristna trú og leit á sig sem litla bróður Jesú.
Hong taldi Guð hafa sent sig til að frelsa Kínverja frá öllu illu, þar á meðal keisaradæmi Qing-ættarinnar sem þá var við völd.
Á 19. öld gengu miklar náttúruhamfarir yfir Kína ásamt tilheyrandi hungursneyðum og bágum efnahag og þetta varð til þess að Hong náði eyrum fólks.
Í Suður-Kína safnaði hann um sig herskáum trúflokki og hóf fyrst skæruhernað en síðan beina baráttu gegn hersveitum keisarans.
Hér var Taipinguppreisnin:
Um miðja 19. öld náði Qing-keisaraveldið yfir grænu, ljósgrænu og ljósrauðu svæðin en þau gulu voru lénsherradæmi. Taipinguppreisnin náði til austurhéraðanna, m.a. Jinagxi, Zhejiang og Hunan (skástrikað).
Í ágúst höfðu uppreisnarmenn unnið svo stór landsvæði í suðri að þeir stofnuðu eigið ríki sem þeir nefndu Himneskt ríki hins mikla friðar.
Þaðan héldu öflugar hersveitir Hongs í norðurátt og skildu eftir sig blóðslóð mörg hundruð þúsund dauðra.
Leiðtoginn deyr af illgresisáti
Á síðari hluta áratugarins voru hermenn uppreisnarhersins orðnir um milljón en uppreisnarmennirnir glötuðu frumkvæðinu í stríðinu eftir innbyrðis deilur milli herforingjanna.
Á þessum tíma gerði keisarinn líka bandalag við Breta og uppreisnin var á næstu árum brotin á bak aftur og höfuðborg uppreisnarmanna, Nanjing, umkringd árið 1864.
Umsátrið leiddi af sér hungursneið sem varð til þess að Hong hvatti áhangendur sína að nærast á „heilögu“ illgresi.
Sjálfur veiktist leiðtoginn af þessum plöntum og hann lést sama ár.