Læknisfræði

Þarmabakteríur breyta öllum blóðflokkum í einn

Sérstak ensím í þörmunum getur hreinsað sykurefni af yfirborði rauðra blóðkorna. Vísindamenn vilja nú þróa þetta áfram þannig að í framtíðinni geti allir þegið blóð úr hverjum sem er.

BIRT: 13/04/2023

Blóðgjafaskammtar á heimsvísu eru nú um 112,5 milljónir á ári.

 

En því miður hentar ekki allt blóð öllum sjúklingum.

 

Á yfirborði rauðra blóðkorna í blóðflokkunum A og B eru tiltekin sykurefni, svonefnd mótgen.

 

Fáir þú blóð af öðrum blóðflokki en þínum eigin, ræðst ónæmiskerfið á mótgenin í blóðinu og það er lífshættulegt.

 

O-flokkurinn er eina blóðið án mótgena og hentar þess vegna öllum og er fyrir bragðið mjög eftirsóttur í blóðbönkum heimsins.

 

Allir blóðflokkar verða O

Nú hafa bandarískir vísindamenn uppgötvað hvernig hægt er að breyta öllu blóði í O-flokksblóð. Lausnin fannst í þarmaflórunni.

 

Á þarmaveggjunum eru sykurefni, nauðalík mótgenum á blóðkornum.

 

Og í þörmunum eru bakteríur sem lifa af því að brjóta þessi efni niður með sérstökum ensímum.

 

Þessar bakteríur lifa í samlífi við okkur og hjálpa okkur að melta fæðuna svo lengi sem þær fá sykur af þarmaveggjunum.

Ensím éta ysta lag blóðkornanna

Bakteríur í þörmunum búa yfir genakóða þeirra ensíma, sem þekkja og fjarlægja mótgenin á yfirborði rauðu blóðkornanna.

1. Þarmabakteríur skaffa uppskrift

Í þarmabakteríum (græna skelin) eru gen (bláu og gulu spírallarnir) sem kóða fyrir ensímum sem geta brotið niður ákveðin sykurefni á þarmaveggnum.

2. Ensím hreinsa blóðið

Á yfirborði rauðu blóðkornanna eru svonefnd mótgen (gult og blátt) sem líkjar þeim sykurefnum sem sitja á þarmaveggjunum. Mótgenin eru á blóðkornum fólks í blóðflokkunum A, B og AB. Þegar ensím úr þörmunum komast að þessum blóðkornum fjarlægja þau mótgenin og hreinsa þannig blóðkornin.

3. Hreinsað blóð er algilt

Þegar mótgen hafa verið hreinsuð af blóðkornum henta þau öllum sjúklingum rétt eins og blóð í O-flokki, sem einmitt er laust við mótgen.

Vísindamennirnir notuðu erfðaefni bakteríanna til framleiða ensímin í rannsóknastofu og slepptu þeim síðan lausum innan um rauð blóðkorn með mótgenum. Ensímin fjarlægðu mótgenin þrítugfalt hraðar en tekist hefur með öðrum ensímum.

 

Alla gjafablóðskammta þarf að meðhöndla út af fyrir sig til að draga úr hættu á sýkingum og því þarf að vera unnt að framleiða ensímin ódýrt og í miklu magni.

 

Nú hyggjast vísindamennirnir gera umfangsmeiri prófanir og rannsaka þann möguleika að rækta þær bakteríur sem framleiða áhrifaríkustu ensímin.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.