Maðurinn

Þeir gráðugu eru ríkari – en fátækari af því sem er skiptir meira máli

Samkvæmt hollenskri rannsókn er líklegt að græðgin geti gert þig ríkan. En á móti er oftast skortur á því sem skiptir meira máli.

BIRT: 21/12/2024

Á listanum yfir dauðasyndirnar sjö er græðgi númer tvö og hefur í aldaraðir verið tengd slæmri hegðun og skuggalegum karaktereinkennum.

 

Græðgi er almennt talinn ljótur og leiðinlegur eiginleiki sem er óaðlaðandi og beinlínis skaðlegur öðru fólki. Græðgi er þó talin örva framleiðni og hagvöxt.

 

Græðgi getur reyndar verið góð

Því má skoða græðgi frá mismunandi sjónarhornum, en nánast allar rannsóknir sem gerðar eru á þessu sviði beinast að áhrifum græðginnar á annað fólk eða á samfélagið í heild.

 

Spurningin er hvaða áhrif græðgi hefur á einstaklinginn sjálfan? Þetta vildi hópur hollenskra vísindamanna skoða nánar og í því skyni rannsökuðu þeir 2.367 Hollendinga á aldrinum 16 til 95 ára.

 

Spurt um allt frá kynlífi til launa

Þátttakendur þurftu að fylla út spurningalista með margvíslegum upplýsingum sem gerðu rannsakendum kleift að meta umfang græðgi og hversu mikil eigingirni lág þar að baki.

 

Auk þess þurftu þátttakendur að veita upplýsingar um lífshamingjuna, persónulegar tekjur sem og tekjur allrar fjölskyldunnar, fjölda barna, lengd lengsta ástarsambandsins og fjölda bólfélaga.

 

Meiri peningar, meiri óhamingja

Í gögnunum sem safnað var kom fram að aukin græðgi tengdist hærri tekjum. Gráðugir einstaklingar höfðu almennt átt fleiri bólfélaga en þeir sem voru minna gráðugir – en þeir eignuðust færri börn og ástarsambönd þeirra voru entust ekki eins lengi. Mikilvægast var þó að græðgi tengdist minni lífshamingju.

 

„Í stuttu máli getum við dregið þá ályktun að græðgi er gagnleg þegar kemur að því að auka tekjur, en hún veitir ekki neina hamingju,“ skrifuðu hollensku vísindamennirnir í vísindatímaritið Personality and Social Psychology Bulletin.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.