Freyðiefnið í tannkremi hefur áhrif á bragðskynið og tilraunir hafa leitt í ljós að súrar fæðutegundir á borð við ávaxtasafa bragðast ekki vel í allt að klukkutíma eftir tannburstun.
Freyðiefnið kemur í veg fyrir að viðtakar í munninum geti numið sætt bragð og örvar að sama skapi viðtaka sem nema rammt bragð.
Með þessu móti minnkar sætt bragð safans en beiska bragðið verður meira áberandi. Þetta skynja flestir sem óþægilegt bragð.
Fjögur megininnihaldsefni í tannkremi:
Í tannkremi er að finna fjögur grunninnihaldsefni. Síðastgreinda efnið hér, sjálft hreinsiefnið, veldur því að sætan hverfur úr safanum og hann skilur eftir sig rammt bragð.
1. Vatn
Ljær tannkreminu fyllingu.
2. Slípiefni
Fjarlægir tannstein af tönnum og glerungi.
3. Flúor
Gagnast í holrúmunum milli tannanna.
4. Hreinsiefni
Lætur tannkremið freyða.
Algengasta hreinsiefnið er natríumlaurýlsúlfat sem einnig er að finna í raksápu, uppþvottalegi og öðrum freyðandi hreinlætisvörum.
Myndband – Hér má sjá hvers vegna freyðiefnið veldur vonda bragðinu:
ATH: Allur matur og drykkir bragðast illa að lokinni tannburstun
Flestar fæðutegundir, að undanskildu vatni, bragðast illa þegar við erum nýbúin að bursta tennurnar. Freyðiefnið í tannkremi gerir það að verkum að allt sem felur í sér rammt bragð verður sérlega beiskt á bragðið. Þetta á einkum við um ávaxtasafa, gosdrykki, sælgæti og ávexti, því þessi matvæli fela í sér meiri sykur en gengur og gerist.