Lifandi Saga

Þjófur skar höfuðið af frægu tónskáldi

Joseph Haydn varð eitt frægasta tónskáld Austurríkis. Höfuðkúpa hans hlaut öllu undarlegri örlög.

BIRT: 21/06/2023

Nokkrum dögum eftir útför tónskáldsins Joseph Haydns læddist maður nokkur inn í kirkjugarðinn. Hann opnaði gröf tónskáldsins og skar hálfrotið höfuðið af líki hans.

 

Þjófur þessi var á vegum kunningja Haydns, þeirra Josephs Rosenbaum og Johanns Peter.

 

Þeir vildu kanna hvort lesa mætti í snilligáfu Haydns á hrufum og sprungum höfuðkúpunnar. Kúpan var hreinsuð og henni stillt upp hjá Peter og síðan hjá Rosenbaum.

Joseph Haydn (1732-1809) varð eitt frægasta tónskáld Austurríkis – og höfuðkúpan hans líka.

Þegar 11 árum síðar var ákveðið að heiðra Haydn með veigameiri grafreiti uppgötvaðist þjófnaðurinn. Grunur féll fljótlega á þá Peter og Rosenbaum og húsrannsókn var gerð heima hjá þeim.

 

Rosenbaum náði að fela hauskúpuna í rekkju sinni og fékk eiginkonu sína til að sitja í henni meðan leitin fór fram. Hauskúpan fannst því ekki. En félagarnir létu yfirvöld samt hafa aðra hauskúpu sem var lögð i kistu Haydns.

 

MYNDSKEIÐ: Höfuðkúpufræðingar leituðu að snilligáfu Haydns

Það var fyrst árið 1954 sem hin rétta höfuðkúpa dúkkaði upp – eftir að hafa farið milli margra eigenda – og var sú eftir 145 ár sameinuð eiganda sínum. Enginn fjarlægði þó hina hauskúpuna.

 

Gröf Haydns inniheldur því núna tvær hauskúpur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

© Thomas Hardy/Store Norske Leksikon/Public Domain

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.