Nokkrum dögum eftir útför tónskáldsins Joseph Haydns læddist maður nokkur inn í kirkjugarðinn. Hann opnaði gröf tónskáldsins og skar hálfrotið höfuðið af líki hans.
Þjófur þessi var á vegum kunningja Haydns, þeirra Josephs Rosenbaum og Johanns Peter.
Þeir vildu kanna hvort lesa mætti í snilligáfu Haydns á hrufum og sprungum höfuðkúpunnar. Kúpan var hreinsuð og henni stillt upp hjá Peter og síðan hjá Rosenbaum.
Joseph Haydn (1732-1809) varð eitt frægasta tónskáld Austurríkis – og höfuðkúpan hans líka.
Þegar 11 árum síðar var ákveðið að heiðra Haydn með veigameiri grafreiti uppgötvaðist þjófnaðurinn. Grunur féll fljótlega á þá Peter og Rosenbaum og húsrannsókn var gerð heima hjá þeim.
Rosenbaum náði að fela hauskúpuna í rekkju sinni og fékk eiginkonu sína til að sitja í henni meðan leitin fór fram. Hauskúpan fannst því ekki. En félagarnir létu yfirvöld samt hafa aðra hauskúpu sem var lögð i kistu Haydns.
MYNDSKEIÐ: Höfuðkúpufræðingar leituðu að snilligáfu Haydns
Það var fyrst árið 1954 sem hin rétta höfuðkúpa dúkkaði upp – eftir að hafa farið milli margra eigenda – og var sú eftir 145 ár sameinuð eiganda sínum. Enginn fjarlægði þó hina hauskúpuna.
Gröf Haydns inniheldur því núna tvær hauskúpur.