Það er nánast ógerlegt fyrir dýrafræðinga að öðlast fullvissu um það hvernig dýr sjá umhverfi sitt. Vísindamenn hjá Minnesotaháskóla í BNA notuðu uppfinningasemina í tilraun sem afhjúpaði að tíu arma smokkfiskur hefur þrívíddarsjón rétt eins og menn.
Smokkfiskarnir fengu rauð og græn þrívíddargleraugu og síðan var þeim sýnt myndband af rækju sem flutti sig til á skjá.
Smokkfiskarnir teygðu sig þannig eftir rækjunni að ljóst var að þeir sáu hana á nákvæmlega sama stað og menn hefðu gert. Þetta sýnir að smokkfiskarnir nota alveg sömu aðferð og menn til að meta fjarlægð.
Augu tíu arma smokkfisks ákvarða fjarlægð á sama hátt og augu manna. Þetta sýndi tilraun með rauðum og grænum þrívíddargleraugum.
Vísindamenn furða sig á heila smokkfisksins
Niðurstaðan kemur á óvart því að öðru leyti er sjón þeirra um margt ólík sjón manna.
Við höfum „steríósjón“ þannig að sjónsvið augnanna skarast. Sjónstöðvar heilans bera stöðugt saman myndir frá báðum augum og örlítill munur á þeim gerir heilanum kleift að ákvarða fjarlægð til allra hluta í sjónsviðinu.
MYNDSKEIÐ: Sjáðu smokkfiskinn með þrívíddargleraugu
Sjónsviðið sjálft takmarkast hins vegar af því að við getum ekki hreyft augun öðru vísi en samræmt. Smokkfiskurinn getur á hinn bóginn hreyft hvort auga fyrir sig.
Vísindamönnunum kom á óvart að smokkfiskurinn skuli hafa heilagetu til að ráða við bæði „steríósjón“ og ósamstæðar augnhreyfingar.
Skýringin gæti verið sú að þrívíddarsjónin nái aðeins til hluta sem eru á hreyfingu, líkt og gildir um mörg skordýr.