Alheimurinn

Tíu atriði sem þú vissir ekki um sólina

Hún er á 800.000 km hraða, er í öllum regnbogans litum og svo er það nánast furðulegt glópalán að við getum upplifað sólmyrkva. Hér höfum við safnað saman nokkrum staðreyndum um lífgjafa okkar allra, sólina.

BIRT: 24/03/2023

1. Sólin er gulur dvergur

Í miðju sólkerfis okkar er stjarna sem flokkast sem G2V eða gulur dvergur.

 

Í samanburði við aðrar stjörnur má segja að gulir dvergar séu miðlungsstórir og það gildir líka um sólina. Ljós hennar er skærara en ljósið frá 85% annarra stjarna í Vetrarbrautinni. Sólin er 4,6 milljarða ára gömul og þar með á miðjum aldri – hún er sem sagt hálfnuð með æviskeið sitt sem gulur dvergur.

 

2. Á stærð við milljón hnetti

Plánetur sólkerfisins verða ósköp smáir í samanburði við sólina.

Væri sólin hol að innan væri hægt að koma 960.000 jarðhnöttum fyrir í henni.

 

En ef við ímyndum okkur að hnettirnir væru lagaðir til þannig að engin holrými mynduðust, kæmust þar fyrir um 1,3 milljónir jarðhnatta.

 

Svo mætti líka ímynda sér að hægt væri að fletja út 11.990 jarðhnetti sem þá myndu passa til að þekja allt yfirborð sólarinnar.

 

3. Sólmyrkvar eru glópalán

Það er einskær tilviljun að tunglið geti skyggt á alla sólina.

Sólmyrkvar verða þegar tunglið er statt milli jarðar og sólar og skyggir á sólina. Að sólmyrkvar skuli yfirleitt geta átt sér stað er sannkallað glópalán.

 

Sólin er 400 sinnum stærri en tunglið en hún er líka 400 sinnum lengra frá jörðinni en tunglið. Þess vegna nær þetta litla tungl að byrgja fyrir alla þessa stóru sól – héðan frá séð.

 

4. Sólin er á braut

4. Sólin er á braut

Rétt eins og jörðin snýst um sólina, snýst sólin um miðbik Vetrarbrautarinnar, þar sem er að finna gríðarstórt svarthol. Sólkerfið er um 240 milljónir ára að fara einn hring kringum þetta öfluga svarthol.

 

Þetta þýðir að á æviskeiði sínu hefur sólin farið 18-20 hringi og þar af tæplega einn þúsundasta úr hring síðan maðurinn kom fram á sjónarsviðið.

 

5. Sólin er afar misjafnlega heit

Hversu heit er sólin? Það fer eftir því hvaða hluta sólar er verið að ræða.

Hitastigið á yfirborði sólarinnar er um 5.500 gráður, vissulega heitt en langt frá því sem gerist í kórónunni (gufuhvolfinu). Þar er hitinn á bilinu 1-3 milljón gráður.

 

Jafnvel þessu má þó líkja við svaladrykk í samanburði við hitann innst í kjarna sólarinnar – 15 milljón gráður.

 

6. Nánast allur þungi sólkerfisins

Jafnvel þótt aðeins örlítill hluti sólarinnar sé úr gulli er heildarþunginn gríðalegur.

1.989.000.000.000.000.000.000.000.000.000 kg er sólin að þyngd – nálægt 332.946 sinnum þyngri en jörðin og 743 sinnum þyngri en allar plánetur í sólkerfinu samanlagt.

 

Auk þess að vera í miðju sólkerfisins er sólin langsamlega þyngsti hnötturinn. Í henni eru samankomin 99,8 af öllum massa sólkerfisins.

 

Sex tíu milljörðustu af þunga sólarinnar eru allt gullið sem í henni er að finna – samtals um 1.200.000.000.000.000.000.000 kg.

 

7. Hin fullkomna kúla

Árið 2012 tókst vísindamönnum við Hawaii-háskóla að mæla mismuninn á þvermáli sólarinnar við miðbaug annars vegar og við pólana hins vegar. Þótt sólin sé 1,4 milljónir kílómetra í þvermál, reyndist munurinn aðeins 10 kílómetrar.

 

Hlutfallslega jafngildir þetta því að mismunur á þvermáli strandbolta, þversum og langsum væri minni en þykkt mannshárs. Sólin hefur þannig fullkomnustu kúlulögun sem mæld hefur verið.

 

8. Sólin er alveg hvít

Ef þú skoðaðir stjörnuna okkar utan úr geimnum væri hún alveg hvít.

Frá jörðu séð virðist sólin örlítið gul. En það stafar af því að gufuhvolfið stöðvar sumar litríkustu ljóseindirnar sem hún sendir frá sér. Séð utan úr geimnum væri sólin alveg hvít.

 

Í ljósi sólarinnar eru þó öll möguleg litbrigði sem við þekkjum. Þetta sést m.a. í regnboganum og þegar sólarljósið er brotið í strendingi.

 

9. Sólarljósið verður stöðugt öflugra

Í kjarna sólarinnar er stöðugur samruni í gangi. Tvær og tvær vetnisfrumeindir renna saman í helíum og eftir því sem magn helíums eykst, því kraftmeira verður sólarljósið. Styrkur þess eykst um 10% á hverjum milljarði ára.

 

Eftir einn milljarð ára verður sólarljósið svo öflugt að allt vatn á yfirborði jarðar gufar upp og þar með deyr út allt líf í því formi sem við þekkjum.

 

10. Eftir 7 milljarða ára er öllu lokið

Þegar sólin hefur tvöfaldað núverandi aldur sinn verður allt vetni uppurið og þess í stað tekur stjarnan að brenna saman helíumfrumeindir í kolefni. Þetta veldur mikilli útþenslu og sólin breytist úr gulum dverg í rauðan risa.

 

Sólin gleypir bæði Merkúr og Venus og hugsanlega líka jörðina.

 

Eftir einn milljarð ára sem rauður risi hefur sólin brennt öllu eldsneyti sínu og dregst saman á ný. Hún endar ævina sem hvítur dvergur, mjög efnisþéttur hnöttur með um það bil helming af núverandi massa og verður ámóta stór og jörðin nú.

LESTU EINNIG

© NASA/GSFC/Solar Dynamics Observatory, © NASA/NASA Goddard,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is