Jörðin

Tölvustýrð vélmenni ryksuga plast upp af sjávarbotni 

Rösklega 90 prósent af plastúrgangi hafsins er að finna á hafsbotninum. Nú er ætlunin að nota tölvustýrð vélmenni til að hreinsa upp eftir okkur.

BIRT: 05/02/2024

Teymi vísindamanna víðs vegar að úr heiminum hefur tekið saman höndum í verkefninu SeaClear með það fyrir augum að fjarlægja plast af hafsbotni með nýrri, áhrifamikilli aðferð.

 

Yfirleitt er það fólk sem stjórnar hreinsun á hafsbotni en þeir hjá SeaClear vinna að því að útbúa kerfi sem gerir okkur kleift að halla okkur aftur á meðan sjálfstýrðir róbottar sjá um allt erfiðið.

 

Móðurskipið stjórnar með drónum og róbottum

Kerfið samanstendur af móðurskipi sem flýtur á yfirborðinu, líkt og lítil stjórnstöð og sér róbottum fyrir rafmagni og tölvuafli.

 

Yfir móðurskipinu er svo dróni á sveimi, útbúinn myndavélum sem notaðar eru til að grannskoða sjávarflötinn og kortleggja hvar plastúrganginn er að finna.

1
Dróni leitar á yfirborðinu að fljótandi plasti. Fljótandi plast bendir til að plast sé einnig að finna á hafsbotninum.
2
Móðurskipir sér róbottum fyrir rafmagni og tölvuafli og tekur líka við þeim plastúrgangi sem finnst.
3
Róbottinn nýtir sér litrófsmyndavélar og hljóðnema til að skilja á milli dýra og plantna og rusls.
4
Hreinsunarbáturinn er útbúin sogskálum og gripörmum til að safna plastinu saman og flytja í móðurskipið.
5
Allar upplýsingar eru svo sendar í land þ.a. tæknimenn geti fylgst með vinnunni.

Undir sjávarborðinu eru svo tveir kafbátar. Annar er útbúinn litrófsmyndavélum sem geta tekið myndir í slæmu skyggni, svo og hljóðnemum sem vélmennið nýtir til að finna plastúrgang í sjónum. Hitt vélmennið er hreinsunarbátur sem sér um erfiðisvinnuna og fjarlægir ruslið.

 

Gögn frá kafbátunum berast til móðurskipsins, þar sem þau eru sameinuð gögnum úr drónanum. Hugmyndin er sú að ef mikinn plastúrgang er að finna á yfirborðinu og hafsvæðinu, þá sé að öllum líkindum einnig mikið rusl á hafsbotninum undir.

 

Þegar borin hafa verið kennsl á úrganginn tekur hreinsunarbáturinn til starfa. Hann er útbúinn sogskálum og griparmi sem notuð eru til að safna plastinu saman og flytja það yfir í móðurskipið.

Hið sjálfvirka móðurskip mun hafa nóg að gera: 86 milljónir tonna af plasti enda í heimshöfunum á hverju ári og u.þ.b. 90 prósent þess setjast á hafsbotninn.

Gervigreind greinir bíldekk frá sjávardýrum

Móðurskipið er í stöðugu sambandi við fólk í landi sem fylgist með framvindunni og getur hugsanlega gefið vélmennunum fyrirmæli, þó svo að mannlegra afskipta sé að öllu jöfnu ekki þörf.

 

Tölvan um borð í móðurskipinu nýtir gervigreind til að greina gögn úr drónanum og öðrum kafbátnum. Vísindamennirnir eru þessa stundina að kenna gervigreindarbúnaðinum hvernig bera megi kennsl á úrgang og greina hann frá plöntum og sjávardýrum með því að láta búnaðinn skoða myndir úr gríðarstórum gagnasöfnum á netinu.

 

SeaClear gerir stöðugar rannsóknir með búnaðinn á 20-30 metra dýpi í umhverfi þar sem gera má því skóna að búnaðurinn muni nýtast í framtíðinni: Í höfninni í Hamborg, þar sem skyggnið er einkar lélegt og á ferðamannastað í grennd við Dubrovnik í Króatíu, þar sem skyggnið er ljómandi gott en strandgestum á hinn bóginn stafar hætta af.

 

Ætlunin er að þróa þessa sjálfstýrðu ryksugu áfram næstu fjögur árin með fjárhagsstyrk frá ESB. Markmiðið er að kerfið geti fundið og náð alls 90% af plastúrganginum en kostnaðurinn við það er alls 70% lægri en þegar stuðst er við mennska kafara.

 

SeaClear-vélmennin kafa til reynslu í höfninni í Hamborg:

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SOEREN HOEGH IPLAND

© Technische Universität München

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.