Náttúran

Dauðir fiskar fylla andrúmsloftið af koltvísýringi

Einkar óráðlegt er að stunda veiðar á stórum fiskum í sjónum, því þeir binda koltvísýring jarðarinnar. Í raun réttri gætum við bætt fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem samsvarar mörgum milljónum bifreiða með því einu að stunda skynsamlegri fiskveiðar. Vísindamenn vita allt um þetta.

BIRT: 11/06/2023

Fiskveiðar losa 25% meiri koltvísýring en áður var talið, ef marka má niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var af vísindamönnum við Kaliforníuháskóla og Montpellier háskólann í Frakklandi.

 

Sá koltvísýringur sem fiskurinn losar eftir að hann hefur verið veiddur hafði nefnilega ekki verið talinn með til þessa.

 

Kolefni geymist á hafsbotni

Til þessa hefur einkum verið einblínt á kolefnisfótsporið sem verður til vegna eldneytisnotkunar fiskiskipanna. Ef marka má vísindamenn hefur hluti af útgerðarmenguninni alveg gleymst en með því er átt við að fiskar fela í sér kolefni líkt og allar aðrar lífverur.

 

Stórir fiskar, í líkingu við túnfiska, hákarla og sverðfiska, fela til dæmis í sér allt að 15% af kolefni. Þegar fiskarnir eru dregnir á land og brotna smám saman niður, t.d. þegar þeir rotna eða eru snæddir, mun kolefnið að endingu bindast súrefni og losna út í andrúmsloftið sem koltvísýringur.

 

Að öllu jöfnu sökkva fiskar annars niður á hafbotn þegar þeir drepast. Þar grafast þeir, ásamt kolefni sínu, undir lag lífrænna agna, svo og steinefnaagna sem fyrirfinnast á hafsbotni. Kolefnið frá dauðu fiskunum er þar með kyrrt og kemst ekki út í andrúmsloftið sem koltvísýringur. Það væri svo ekki fyrr en kolefnið yrði grafið upp sem það hugsanlega gæti losnað úr hafsbotninum.

 

Fiskarnir nýtast fyrir hringrás kolefnis í umhverfi okkar, þ.e. sem geymslustaður fyrir koltvísýring í sjónum.

 

Fiskar menga eins og 4,5 milljónir bíla

Rannsóknir vísindamanna á áhrifum hringrásar kolefnis auka skilning manna á kolefnisfótspori fiskveiðanna. Ef koltvísýringslosun fiska er talin með hefur útgerðin losað minnst 730 milljón tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið frá árinu 1950.

 

Sé einungis litið til ársins 2014 orsakaði útgerðin jafnmikla koltvísýringslosun allt það ár og losunin af völdum 4,5 milljóna bifreiða, svo dæmi sé tekið.

LESTU EINNIG

Gaël Mariani, vísindamaður við Montpellier-háskóla, upplýsti rannsóknarveituna Futurity um það að niðurstöður nýrra rannsókna gæfu til kynna að stunda þyrfti fiskveiðar á afmörkuðum tímabilum með sjálfbærari hætti en tíðkast hefur hingað til. Þá þyrfti einkum að vernda stærri fiska þannig að þeir fengju að deyja eðlilegum dauðdaga og grafa kolefni sitt með sér á hafsbotni.

 

Góðu fréttirnar eru þær að nánast helmingur af truflun fiskveiða á hringrás kolefnis á sér stað á svæðum þar sem fiskveiðar eru ekki ábatasamar.

 

Á slíkum svæðum geta fiskveiðar einungis staðið undir sér séu þær styrktar af hinu opinbera, ef marka má vísindamennina.

 

Fjárhagslega óarðbærar fiskveiðar sem jafnframt reynast umhverfinu skaðlegar, ætti því ekki að vera erfitt að stöðva, ef marka má skynsemisraddir vísindamannanna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: DAVID DRAGSTED

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is