1. Húðin
6000 g
Húðin þekur svæði sem er mismunandi eftir einstaklingum, en mælist að meðaltali 2 fermetrar. En einnig eru mismunandi túlkanir á því hversu mörg lög eru hluti af húðinni. Þess vegna eru húðþyngd áætluð frá 3 kg upp í tæplega 9 kg.
2. Lifrin
1600 g
Lifrin er lífefnaverksmiðja líkamans. Hún myndar m.a. prótein sem flytur fitu um líkamann, heldur blóðsykurjafnvægi og brýtur niður úrgangsefni; t.d. breytir lifrin eitruðu ammoníaki í þvagefnið urea, sem skolast út úr líkamanum með þvagi.
3. Heilinn
1400 g
Líffærið sem hjálpar okkur að hugsa er það fitumesta í líkamanum. Ef við drögum vatnið – 75 prósent af heildarþyngdinni – frá og skoðum innihaldsefni þess er heilinn allt að 60 prósent fita, en hin 40 prósentin eru prótein, kolvetni og sölt.
4. Lungun
800 g
Lungun bera ábyrgð á súrefnisgjöf blóðsins og safna saman koltvísýringi svo við getum andað því út úr líkamanum. Hægra lunga er aðeins breiðara en það vinstra, en þar þarf rými fyrir hjartað. Aftur á móti er hægra lungað styttra en það vinstra vegna þess að lifrin er þar fyrir neðan.