Alheimurinn

Topp 5: Hvaða steinn er elstur á jörðu?

Jörðin myndaðist fyrir á að giska 4,54 milljörðum ára en hver er eiginlega elsti þekkti steinn jarðar og á hann rætur að rekja til sjálfrar jarðarinnar?

BIRT: 05/06/2022

1. Murchison-loftsteinninn: 7 milljarðar ára – 2. Mánasýni 67215: 4,46 milljarðar ára – 3. Jack Hills-sirkonsteinarnir: 4,40 milljarðar ára – 4. Nuvvuagittuq-grænsteinabeltið: 4,39 milljarðar ára – 5. Alan Hills 84001: 4,09 milljarðar ára

1. Murchison-loftsteinninn: 7 milljarðar ára

 

Elsti steinn jarðar er eldri en bæði jörðin og sólkerfið. Svonefndur Murchison-loftsteinn lenti á jörðu í grennd við Murchison í Ástralíu þann 28. september 1969.

 

Efnafræðingar rannsökuðu steinefni í loftsteininum á síðasta ári og komust að raun um að hann hafi að öllum líkindum myndast í stjörnuþoku fyrir einum sjö milljörðum ára.

 

2. Tunglsýni 67215: 4,46 milljarðar ára

 

Næstelsti steinn á jörðinni á rætur að rekja til tunglsins. Sýnið sem er merkt með númerinu 67215, sótti áhöfnin á Apolló 16 en steinninn felur nánast einvörðungu í sér steinefnið plagíóklas.

 

Að öllum líkindum er um að ræða storknaða bergkviku frá því skömmu eftir að tunglið myndaðist.

 

3. Jack Hills-sirkonsteinarnir: 4,40 milljarðar ára

 

Elsta efnið sem vísindamenn vita að er upprunnið frá jörðinni eru smágerðir kristallar úr steinefninu sirkoni sem fundust í grennd við Jack Hills í vesturhluta Ástralíu.

 

Kristalarnir leiða í ljós að jörðin fól í sér skorpu, vatn og hugsanlega einnig þurrlendi aðeins 160 milljón árum eftir að hún myndaðist.

 

4. Nuvvuagittuq-grænsteinabeltið: 4,39 milljarðar ára

 

Grænsteinabeltið með storkubergi og setbergi í austurhluta Hudson-flóans flokkast sem elstu þekktu bergmyndanir á jörðu.

 

Árið 2007 var grænsteinabeltið aldursgreint og talið vera 3,75 milljarða ára gamalt en fimm árum síðar aldursgreindu aðrir vísindamenn bergið og nú er það álitið vera 4,39 milljarða ára.

 

5. Alan Hills 84001: 4,09 milljarðar ára

 

Þessi 2 kg þungi loftsteinn fannst á Suðurskautslandinu árið 1984. Efnafræðilegar rannsóknir leiddu í ljós að um væri að ræða jarðskorpu frá Mars.

 

Vísindamenn sem rannsakað hafa Mars gera ráð fyrir að steinninn eigi rætur að rekja til Valles Marineris en um er að ræða gljúfur sem líkja mætti við Miklagljúfur í Bandaríkjunum.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© The National Museum of Natural History,© JSC/NASA,© John Valley,© Aventures Inuit,© NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.