1.198 fórust þegar breska farþegaskipinu Lusitaniu var sökkt af þýskum kafbáti árið 1915.
Sumir sagnfræðingar telja að þetta mikla mannfall megi kenna leynilegum vopnafarmi.
Einungis eitt tundurskeyti hitti í mark en eftir sprenginguna varð langtum öflugri sprenging í lestum Lusitaniu. Gufuskipið sökk á einungis 18 mínútum.
Lusitania var sökkt í fyrri heimsstyrjöld af þýska kafbátinum U - 20 sem hitti skipið með einu tundurskeyti suður af Írlandi þann 7. maí 1915.
Farmskrár sýna að Lusitania flutti skotfæri og íhluti til sprengjugerðar en þetta getur alls ekki hafa valdið sprengingunni í lestinni.
Þess í stað telja sumir sagnfræðingar að dularfullur farmur sem taldi einhver 90 tonn af „svínakjöti, osti og smjöri“ hafi verið á leiðinni í tilraunastöð hersins.
Aðrir telja að Bretar hafi breytt farmskránni eftir slysið, þannig að fullbúnar sprengjur hafi verið skráðar sem íhlutir í sprengjugerð.
Ekki bætir úr skák að bresk yfirvöld halda skýrslum enn leynilegum 100 árum eftir að Lusitania sökk.