Á miðöldum fór að verða vart við sérlega skreytingu sem í Þýskalandi og hluta af Suður-Evrópu, kann að hafa litið út fyrir að vera undanfari jólatrésins.
Um var að ræða smíði sem samanstóð af mörgum hringlaga eða áttstrendum plötum sem komið var fyrir hverri ofan á annarri, líkt og um væri að ræða lagköku. Á hverri „hæð“ mátti sjá persónur úr Biblíunni og jötu Jesúbarnsins, allt skreytt blómum og pappírsræmum.
Þegar fram liðu stundir komu fram á sjónarsviðið fullkomnari gerðir með eins konar hreyfli efst sem snerist ásamt hluta af samsetningunni sem fór í hringi af sjálfsdáðum.
Napóleon og jólapýramídarnir
Árið 1801 tók fyrirbærið aftur á móti verulegum breytingum sem jók mjög svo á vinsældir þess. Þetta sama ár lauk herför Napóleóns í Norður-Afríku og frönsku hersveitirnar sneru heim aftur. Meðferðis höfðu þeir teikningar af píramídunum í Gaza í Egyptalandi sem strax var farið að fjölfalda og öðluðust teikningar þessar vinsældir um gjörvalla Evrópu.
Í Þýskalandi áttaði fólk sig á því að egypsku mannvirkin minntu á jólaskreytingar heima fyrir og þær urðu í kjölfarið einnig grennri að ofanverðu.
Fyrir bragðið var farið að kalla píramídana jólapíramída og þeir öðluðust í kjölfarið auknar vinsældir. Merkingatengslin lágu í augum uppi, þótti fólki, því Landið helga var einmitt að finna í grennd við píramídana.