Vetrarsólhvörf gefa til kynna stysta dag ársins
Föstudaginn 22. desember 2023 eru vetrarsólhvörf á norðurhveli jarðar og næsta dag þar á eftir fer daginn aftur að lengja.
Í Reykjavík nýtur dagsbirtu aðeins í fjórar klukkustundir og níu mínútur þann dag.
Strax næsta dag mun daginn hafa lengt um nokkrar sekúndur.
Þann dag sem vetrarsólhvörf lenda á verður Norðurpóllinn sveipaður myrkri allan sólarhringinn.
Hvað eru vetrarsólstöður?
Orðin sólstöður og sólhvörf merkja það sama.
Vetrarsólstöður á norðurhveli jarðar er sá tími þegar norðurmöndull jarðar hallar eins mikið frá sólu og hugsast getur og fær fyrir vikið á sig hvað minnsta dagsbirtu.
Vetrarsólstöður á norðurhveli jarðar.
Fyrirbærið gerir vart við sig sökum þess að möndull jarðar snýr ekki hornrétt við sólu, heldur er með halla á bilinu 21,8 og 24,4 gráður.
Hversu mikill halli jarðar er, breytist á 40.000 ára fresti. Sem stendur nemur halli jarðar 23,44 gráðum.
Þann dag sem vetrarsólhvörf verða, ræður halli jarðar því að norðurpóllinn snýr eins langt frá sólu og hugsast getur á ferð jarðar kringum sólina.
Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Sumarsólstöður marka hins vegar nyrstu og hæstu stöðu sólar á himni. Jafndægur kallast það svo þegar staða sólar er miðja vegu milli sólhvarfa.
Halli jarðar gerir það að verkum að sól rís og sest á ólíkum tímum á einu ári. Árið skiptist í fjóra hluta, með tilliti til stöðu sólar: 1. Vorjafndægur, 2. Sumarsólstöður, 3. Haustjafndægur og 4. Vetrarsólstöður.
Hvenær eru vetrarsólstöður?
Hinar eiginlegu vetrarsólstöður eiga sér stað 22. desember klukkan 03:27.
Sól í aukalegar þrjár mínútur
Fram að sumarsólstöðum sem verða hinn 21. júní á næsta ári, mun daginn lengja að meðaltali um 3 mínútur og 20 sekúndur á sólarhring
.
Fyrst eftir vetrarsólstöður lengir daginn hvað minnst en í mars, í kringum vorjafndægur, lengist dagurinn sem nemur um fimm mínútum dag hvern.
Sólhvörf eiga sér stað á sama tíma hvar á jörðu sem er en gera þarf ráð fyrir breytilegum tímasetningum á ólíkum stöðum.
Sólstöðum – vetrarsólstöðum og sumarsólstöðum – var í heiðni fagnað með hátíðarhöldum tvisvar á ári.
Þegar við hér á norðurhveli jarðar gleðjumst yfir því að daginn taki að lengja eftir vetrarsólhvörf er allt á haus á suðurhveli, því þar eru sólhvörf í desember til marks um lengsta dag ársins og að senn fari daginn að stytta.
Sólstöðuhátíðir á Norðurlöndunum
Á Norðurlöndunum var sólstöðum gjarnan fagnað með sólstöðuhátíðum. Þessar hátíðir voru eðlilega haldnar tvisvar á ári, í tilefni þess að daginn tók að lengja eða stytta.
Í heiðni kallaðist vetrarsólstöðuhátíðin „jól“ en þau voru haldin á bilinu 13.-15. janúar.
Orðið jól sem við öllum vitum hvað táknar í dag, eiga sem sé rætur að rekja til sama orðs sem táknaði eitt sinn heiðna vetrarsólstöðuhátíð.