Search

Af hverju eru snjóskristallar sexhyrndir?

Það er sagt að engin tvö snjókorn séu eins. En af hverju eru þau alltaf flöt og sexhyrnd í grunnformi sínu?

BIRT: 17/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Hvert snjókorn erfir samhverfu sína frá innri uppbyggingu vatnssameinda.

 

Sexhyrnd lögun á sér stað vegna þess að ís hefur grunnbyggingu þar sem sex vatnssameindir sameinast og mynda hring.

 

Grunnbyggingin er því flöt og vegna þess að tengslin milli sameindanna í hinu svokallaða grunnplani eru mun sterkari en tengslin milli sameinda í mismunandi sviðum, vaxa kristallarnir venjulega í sama plani. Sexhyrnd samhverfa er því fyrst og fremst sköpuð í tvívídd en ekki þremur víddum.

Vatnssameindir elska sexhyrninga

Þegar snjókorn er skoðað í nærmynd sést sexhyrnda formið æ betur alveg þar til komið er að einstökum vatnssameindum.

1. Raki tengist brúninni

Snjókornið er ískristall sem fylgir sexhyrndri samhverfu þegar það vex. Vöxturinn á sér stað þegar nýjar vatnssameindir frá raka andrúmsloftsins bindast brúnum kristalsins.

2. Formið kemur innan frá

Á tæknimáli er sexhyrnd samhverfa kölluð hexagonal. Lögunin er fengin frá sexhyrndum hringjum vatnssameinda sem mynda grunnbyggingu allra ískristalla.

3. Frumeindarhorn myndar hring

Sexhyrnd lögun verður til vegna hornsins á milli miðju súrefnisfrumeindarinnar og vetnisfrumeinda í einstökum vatnssameindum. Hornið þýðir að nákvæmlega sex sameindir mynda hring.

Samt eru ekki öll snjókorn flöt. Nákvæm leið sem snjókornið vex getur breyst jafnvel vegna lítilla breytinga á rakastigi og hitastigi loftsins.

 

Litlar flatar stjörnur myndast við hitastig nálægt frostmarki og í miklum raka. Á milli -3 °C og -10 °C taka langar nálar við. Og undir -10 °C fáum við aftur flötu stjörnurnar en nú eru þær stærri.

 

Snjókorn breytast stöðugt á leið til jarðar eftir þeim mismunandi aðstæðum sem eru í loftinu á meðan þau falla. Því er oft sagt að engin tvö snjókorn séu eins eins.

 

En það eru nokkur grunnform sem endurtaka sig. Snjósérfræðingar telja að að minnsta kosti 35 mismunandi form séu til.

BIRT: 17/12/2022

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is