Search

Af hverju myndast snjókristallar?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Snjór myndast í úrkomuskýjum þar sem frostið er oftast á bilinu -5 til -20 gráður.

 

Í skýjunum eru örsmáar ísagnir sem frosið hafa utan um enn smærri rykkorn og svo litlir, mjög kaldir vatnsdropar.

 

Ísagnirnar mynda ískristalla þegar vatnsdroparnir sundrast smám saman og vatnsgufan frýs. Þannig fá snjókristallarnir sitt einkennandi, sexhyrnda byggingarlag.

 

Snjókristallar geta tekið á sig margvísleg form, allt eftir því við hvaða hitastig þeir myndast, svo og eftir rakastigi í loftinu.

 

Einföldustu, flötu kristallarnir myndast þegar hitastig er rétt undir frostmarki. Staflaga kristallar myndast við -6 til -10 stiga frost, svo og þegar frostið fer undir -22 stig. Hinir fallegu kristallar, sem bæði eru flatir og skrautlega útvaxnir, myndast einkum þegar loftraki er hár.

 

Hins vegar hafa menn ekki að fullu öðlast skilning á öllum þeim atriðum sem hér hafa áhrif.

 

Það eru sáralitlar líkur á því að tveir snjókristallar nái því að verða nákvæmlega eins. Hver kristall er gerður úr ótölulegum fjölda vatnssameinda og ásamt frávikum í byggingu vetnisfrumeindarinnar veldur þetta því að heita má útilokað að tveir kristallar geti orðið nákvæmlega eins. Þó eru engin þekkt eðlisfræðilögmál sem beinlínis koma í veg fyrir þennan möguleika.

 

Aftur á móti geta tvær snjóflögur virst alveg eins í útliti, annað hvort vegna þess að þær urðu til nokkurn veginn á sama stað eða fyrir einskæra tilviljun.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is