Maðurinn

Við drekkum einn bolla af nefslími dag hvern

Um það bil fjórðungur úr lítra af hori ratar dag hvern úr nefholi okkar, gegnum vélindað og niður í magann. Fyrir þetta ber okkur að vera þakklát því nefslímið gegnir hlutverki eins konar síu og smurefnis fyrir líkamann.

BIRT: 23/01/2023

Við þekkjum tilfinninguna: Við sjúgum hratt upp í nefið, finnum hitatilfinningu í kokinu og við kyngjum.

 

Mikið rétt, þetta hljómar hugsanlega ekki mjög kræsilega en í raun og veru er það afar hentugt að við skulum gleypa um fjórðung úr lítra nefslíms hvern dag.

 

Nefslímið fjarlægir úrgang

Hor er nefslím sem við framleiðum í slímhimnum nefsins, svo og nefholunum og gegnir hlutverki eins konar flugnapappírs ­fyrir líkamann.

 

Límkennt nefslímið grípur ýmsar óæskilegar agnir á borð við bakteríur, ryk og frjókorn. Síðan sjá bifhár nefsins til þess að ýta menguðum nefslímsmassanum aftur á við í vélindanu þar sem við kyngjum honum. Ferli þetta nefnist slímhúðarúthreinsun en um er að ræða hreinsunarferli fyrir nefið.

Slímhimnurnar í nefinu og nefholunum framleiða nefslímið og bifhárin ýta því aftur í átt að kokinu og vélindanu.

Það nefslím sem kemst niður í maga gegnum vélindað er með öllu skaðlaust: Magasýran vinnur bug á óhreinindum og bakteríum og mestallt slímið berst út í líkamann á nýjan leik.

 

Að lokum má geta þess að nefslímið gegnir hlutverki smurningar fyrir nefið. Það samanstendur af vatni, próteinum og salti og færir vefnum í nefinu og kokinu raka og næringarefni til þess að vefurinn þorni ekki upp.

 

Nefið rúmar heilt litaspjald af hori

Þegar við kvefumst eykst slímframleiðsla nefsins og við getum búist við að innbyrða á bilinu hálfan til heilan lítra af nefslími á dag.

 

Kvefi fylgir sýking í slímhimnum nefsins, þar sem lævís veira hefur laumað sér inn í frumurnar og hefst handa við að fjölga sér. Í tengslum við sýkinguna sem er í raun vörn líkamans gegn árásinni, eykst blóð- og vatnsflæði í slímhimnuna og nefslímið byrjar að renna.

 

Nefslím af völdum kvefs er oftast vatnskennt og litlaust en hor getur einnig verið með allt öðru móti:

 

– GULT/GRÆNT NEFSLÍM: Er til marks um bakteríusýkingu. Liturinn á rætur að rekja til grænleits ensíms í hvítu blóðkornunum sem líkaminn framleiðir til að vinna bug á sýkingunni.

 

– BRÚNT/RAUTT NEFSLÍM:  Gefur til kynna að æðar í nefinu hafi sprungið. Þetta gerist iðulega þegar við snýtum okkur og er sárasaklaust.

 

– DÖKKT/GRÁTT NEFSLÍM:  Til marks um kolaagnir eða mikið ryk í andrúmsloftinu. Stórreykingafólk, slökkviliðsmenn og námuverkamenn fá gjarnan gráan hor en í raun er þetta afar jákvætt, því það sýnir að nefslímið gerir sitt gagn og tekur í sig óhreinindin áður en þau komast niður í lungun.

 

Flestir hafa handfjatlað hor

Nefslím á það til að storkna í harða skorpu í nefinu svo úr verða eins konar horkleprar. Viðurkennum það bara – flest okkar togum við kleprana út úr nefinu.

 

Alls 91% okkar bora í nefið, ef marka má bandaríska rannsókn og þessi leiði ávani getur í raun breyst í kvilla.

 

Læknisfræðilegt heiti þess að bora í nefið er rhinotillexomania en orðið er myndað úr latnesku orðunum rhino (nef), tillexis (bora) og mania (æði) en alls 1,5% allra jarðarbúa þjást af kvilla þessum. Sumir óstjórnlegir nefborarar verja einni til tveimur klukkustundum á dag í þetta leiðindaathæfi.

 

Fyrir þá sem ganga skrefinu lengra og leggja sér til munns storknaðar slímflögurnar, eftir að hafa náð þeim út, getum við upplýst að vísindamenn sjá að minnsta kosti ekki að athæfið sé skaðlegt á neinn hátt.

 

Margir þeirra telja þetta á hinn bóginn gagnast ónæmiskerfinu því í nefslíminu leynast alls kyns bakteríur sem sest hafa fyrir í því og fyrir bragðið séu þeir sem neyta nefslíms að bæta ónæmiskerfið.

 

Verði ykkur að góðu.

 

Hor er slím en slím er ekki alltaf hor

Þó nokkur munur er á nefslími annars vegar og slími sem framleitt er annars staðar í líkamanum hins vegar. Hér í myndbandinu má sjá skýringu á þessu og jafnframt öðlast upplýsingar um hvers vegna nefrennsli myndast í kulda:

Hvað er hor?

Hor er orð yfir líkamsslímið sem stafar frá nefinu. Vökvinn myndast í kirtlum í nefslímhúðinni og felur í sér:

  • 95% vatn

 

  • 2% glýkóprótein

 

  • 1% mótefni

 

  • 1% ólífrænt salt

 

  • 1% prótein

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MIKKEL SKOVBO

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is