Maðurinn

Soltnir maurar eðla sig á andliti þínu á hverri nóttu

Þá er að finna á flestum jarðarbúum og þeir nota andlit okkar bæði til búsetu og gistingar. Í nýrri rannsókn hafa vísindamenn rannsakað andlitsmaurinn Demodex folliculorum og afhjúpað einn af leyndardómunum í nánum tengslum maura og manna.

BIRT: 10/02/2024

Yfir daginn sitja þeir í mestu makindum í hársekkjum þínum og fitukirtlum og háma í sig dauðar húðfrumur og fitu.

 

Og þegar myrkrið skellur á, skríður öll hjörðin úr felum og byrjar að eðla sig á öllu andlitinu þín – frá enni til nefbrodds.

 

Kannski hljómar þetta eins og hrollvekja en er engu að síður blákaldur veruleiki. Andlitsmaurinn Demodex folliculorum hefur gert 90% mannkyns að búsvæðum sínum og þrífst þar frá vöggu okkar til grafar – og „í sveita þíns andlitis“ svo vitnað sé í Biblíuna.

 

Nú hafa vísindamenn í fyrsta sinn rannsakað erfðamengi þess 0,4 millimetra langa maurs og uppgötvað að með smávægilegum genabreytingum sem aldrei hafa sést hjá svipuðum tegundum, eru þeir að verða hluti af okkur.

Á daginn heldur D. folliculorum í fitukirtlum andlitsins og lifir þar af fitu og dauðum húðfrumum. Hér sést maur á húð á smásjármynd.

Lifir í vellystingum

Vísindamennirnir grandskoðuðu erfðamengi þessa örsmáa áttfótungs og uppgötvuðu að hann nýtir aðeins allra nauðsynlegustu prótín og hefur þar með aðeins nauðsynlegustu gen. Svo fá gen hafa ekki áður fundist í nokkru skordýri, krabbadýri eða könguló.

 

Vísindamennirnir telja að genafæðin sé afrakstur af verndaðri tilveru í fitukirtlum okkar, þar sem þeir standa ekki í neinni samkeppni og þurfa ekki að óttast rándýr. Erfðaefnið hefur þess vegna minnkað niður í það allra nauðsynlegasta.

 

Með þessu móti, segja vísindamennirnir, eru maurarnir að þróast úr utanáliggjandi sníkjudýri í lífveru sem lifir samlífi með hýsli sínum. Þeir eru með öðrum orðum að renna saman við okkur.

LESTU EINNIG

Næst: Útrýming

Genafæðin er líka ástæða fleiri sérkennilegheita mauranna. T.d. skríða þeir ekki upp úr fitukirtlunum fyrr en á nóttunni, vegna þess að þeir búa ekki lengur yfir genum sem vernda fyrir útfjólublárri geislun.

 

Þeir hafa einnig glatað hæfninni til að framleiða melatónín sem á þátt í svefnvenjum manna og mökun hryggleysingja. Það vandamál leysa maurarnir með því að stela hormóninu úr húð okkar sem einmitt losar það úr líkamanum.

 

Þótt slíkar genabreytingar geti virst heppilegar, telja vísindamennirnir að þær gætu átt sér aðra og dekkri hlið. Því fleiri genum sem maurarnir glata, því háðari verða þeir okkur.

Í mörg ár töldu vísindamenn að D. folliculorum væri ekki með endaþarmsop og að saur hafi þess í stað safnast upp inni í dýrinu og dreift sér á andlit okkar þegar maurinn dó. En í nýju rannsókninni komust vísindamennirnir að því að D. folliculorum er í raun með lítið op, sem sést við enda á örvarinnar.

Og á endanum telja vísindamennirnir að maurarnir gætu stefnt á eigin útrýmingu. Það gætu verið slæm tíðindi bæði fyrir Homo sapiens og Demodex folliculorum.

 

„Maurar hafa verið sakaðir um margt. Þessi langa sambúð með mönnum bendir þó til að þeir séu okkur líka til gagns og sjái t.d. til þess að fitukirtlar í andlitinu stíflist ekki,“ segir einn vísindamannanna, Dr. Henk Braig hjá Bangorháskóla í Englandi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock, © UNIVERSITY OF READING,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.