Maðurinn

„Við kvefumst frekar á veturna“

Kvef smitast aðeins með hnerra og kvefpestin stafar af einni tiltekinni veiru. Til eru ýmsar sögusagnir um kvef en hverju er hægt að trúa í þeim efnum? Við ætlum að líta á fimm lífseigustu mýturnar og kanna hvort þær standast skoðun.

BIRT: 14/03/2024

„Kuldi og dragsúgur auka líkur á kvefi“

Kuldi og dragsúgur gera okkur ekki kvefuð út af fyrir sig, heldur verður ónæmiskerfið móttækilegra fyrir sjúkdómum.

Satt

Þegar okkur verður kalt virkar ónæmiskerfi okkar verr en ella og við verðum móttækilegri fyrir alls kyns veirum og bakteríum.

 

Ein af ástæðunum er sú að æðarnar herpast saman í kulda til þess að draga úr hitatapi út í umhverfið. Þegar blóðstreymið minnkar berast slímhimnum öndunarfæranna færri ónæmisfrumur og mótefni úr blóðinu. Kvefveirum tekst fyrir vikið betur að komast hjá árásum ónæmiskerfisins og tekst að sýkja frumuvefi og endurnýja sig.

 

Hvort við kvefumst ræðst hins vegar ekki einvörðungu af því hvort hersveitum ónæmiskerfisins tekst að komast tímanlega að frumunum sem fyrir árásum verða. Ónæmisfræðingurinn Akiko Iwasaki, við Yale háskóla í Bandaríkjunum, sýndi fram á árið 2015 að kuldinn heftir ónæmiskerfið og geta þess minnkar þegar hitastigið lækkar.

 

Vísindamaðurinn ræktaði frumur úr slímhimnum í músanefjum við stýrðar aðstæður í rannsóknarstofu og sýkti þær með rhinoveiru sem er algengasta kvefveiran. Niðurstöðurnar leiddu í ljós öll varnarviðbrögð líkamans voru langtum betur starfhæf við 37 gráður en þegar hitinn hafði lækkað niður í 33 gráður og hluti starfseminnar gerði ekki nema hálft gagn við lægra hitastigið.

„Heit mjólk dregur úr veikindum“

Volg mjólk getur dregið út kvefeinkennum en ekki læknað sjúkdóminn.

Satt

Engin leið er að lækna kvef og erfitt reynist að sanna ágæti m.a. heitrar mjólkur með hunangi með vísindalegum hætti. Hins vegar getur drykkurinn gert það að verkum að okkur líður betur.

 

Við missum heilmikinn vökva þegar lekur úr nefinu á okkur og við hnerrum í sífellu og fyrir bragðið er besta lækningin gegn kvefi fólgin í góðri hvíld og nægilegum vökva.

 

Vökvinn ætti hins vegar hvorki að vera áfengur né heldur að innihalda koffein, því hvort tveggja er vatnslosandi og bætir eingöngu á vanlíðanina. Sumar vísindalegar rannsóknir gefa til kynna að hunang og mjólk geti slegið á einkenni kvefs.

 

Hunangið er einkum talið gagnast gegn hósta hjá börnum og nokkrar rannsóknir hafa leitt í ljós að hunang getur stytt veikindaferli kvefsins og dregið úr óþægindum í hálsi. Niðurstöður rannsóknanna eru afar margvíslegar og fyrir vikið geta vísindamenn ekki bent á neitt eitt gagn af völdum hunangsins.

 

Áhrif mjólkurinnar kunna að vera fólgin í innihaldi drykkjarins af próteininu laktóferríni sem örvar náttúrulegt ónæmiskerfi líkamans gagnvart veirum. Flestar tilraunirnar ganga hins vegar út á að gefa þátttakendunum próteinið óblandað eða þá með öðrum lyfjum. Fyrir bragðið er óvíst hvort laktóferrín geri nokkurt gagn þegar okkur er gefið það í volgri mjólk, þar sem gagn próteinsins kann að vera mismikið, auk þess sem upphitunin kann að draga úr áhrifunum.

 

Áþekkar rannsóknir hafa verið gerðar á C-vítamíni og engiferi en niðurstöður þeirra rannsókna gefa ekki til kynna nein veruleg áhrif gegn kvefi.

„Við smitum aðra með hnerra“

Hnerri er aðeins í þriðja sæti yfir algengar smitleiðir kvefs.

Rangt

Kvef smitast með því að veira flyst úr efri öndunarfærum sýkts einstaklings yfir í slímhimnur í nefi, munni eða augum annars einstaklings.

 

Kvefveirur eru afar smitandi og þetta gerir það að verkum að fullorðnir kvefast að meðaltali tvisvar til þrisvar á ári en þetta gerist allt að 6 til 12 sinnum þegar börn eiga í hlut. Veirurnar sem sýkja slímhimnur nefsins orsaka nefrennsli sem fyrst í stað er tært en fær á sig gulan lit þegar frá líður, auk þess sem vökvinn þykknar. Vökvinn sem gjarnan kallast hor, felur í sér mikið magn nýmyndaðra veiruagna sem geta smitað aðra. Þetta getur átt sér stað á þrjá vegu.

 

Oftast er um að ræða snertingu handa, t.d. þegar kvefaður einstaklingur hefur þerrað nefið með fingrunum og heilsar svo öðrum með handabandi sem síðan nuddar augun.

 

Óbein snerting er jafnframt algeng, ef t.d. veiruagnir lenda á yfirborði, í líkingu við hurðarhún sem aðrir síðan snerta. Kvefveirur eru á hinn bóginn afar viðkvæmar og fela aðeins í sér smithættu í einn til tvo tíma utan líkamans.

 

Hnerrinn er svo í þriðja sæti yfir algengar smitleiðir kvefveirunnar. Þegar sýktur maður hnerrar fljúga örsmáir dropar veiruagna gegnum loftið og þeir sem standa í innan við tveggja metra fjarlægð eiga á hættu að anda ögnunum að sér og að smitast.

 

Helsta varúðarráðstöfunin gegn því að smitast af kvefi er fyrir bragðið fyrst og fremst fólgin í tíðum handþvotti og notkun á handspritti.

„Kvef á rætur að rekja til einnar tiltekinnar veiru“

Kvef kann að orsakast af meira en 200 ólíkum veirutegundum.

Ósatt

Mörg hundruð ólíkar veirutegundir hafa í för með sér einkenni kvefs.

 

Kvef orsakast af veirusýkingu í efri öndunarvegi og þó svo að aðeins þrjár skyldar veirutegundir, flensuveira A, B eða C og undirtegundir þeirra, geti valdið inflúensu þá getur kvef stafað af rösklega 200 veirum af ólíkum veirustofnum.

 

Þegar við tölum um kvef sem einn sjúkdóm þá er það vegna þess að allar þessar veirur hafa í för með sér nánast sömu einkennin. Oftast er um að ræða særindi í hálsi, nefrennsli, hósta og hnerra en sjaldnast hita og einkennin hverfa að öllu jöfnu eftir tvo til tíu daga.

 

Algengasta ástæða kvefs er svonefnd rhinoveira en kórónuveirur geta einnig valdið kvefi. Þess ber þó að geta að ekki er um að ræða þá tegund af kórónuveiru sem kallast SARSCoV-2 og valdið hefur nýlegum heimsfaraldri.

 

Allar kvefveirur eiga það sameiginlegt að þær sýkja slímhimnurnar í efri öndunarvegi, þ.e. nefi, hálsi, ennisholum og barkakýlinu.

 

Veirurnar valda ekki sjálfar neinum sérlegum skemmdum á sýktum vefnum, heldur stafa einkenni kvefs einkum og sér í lagi af bólgum sem myndast þegar ónæmiskerfið reynir að bæla niður sýkinguna.

„Veirur dreifast frekar á veturna“

Kvefveirur eru stöðugastar í kulda og smitast fyrir vikið fremur á veturna.

Satt

Við getum orðið kvefuð á sumrin en verðum það hins vegar langtum oftar á veturna. Þar að auki eru til ýmsar veirur sem geta sýkt okkur allt árið.

 

Kvefveirur eru lífvænlegastar í kulda og geta fyrir vikið lifað lengur á hurðarhúnum og álíka sem eykur hættuna á að nýr einstaklingur verði fyrir smiti.

 

Bandarísk rannsókn leiddi í ljós að algengasta kvefveiran hefur 91% möguleika á að lifa í heilan sólarhring á dæmigerðum vetrardegi, við sex stiga hita. Þegar hitinn hins vegar nálgast 20 gráður hrapar geta hennar til að lifa af niður í u.þ.b. 5% og ef kvefveirur er að finna á húð við venjulegan líkamshita eru aðeins 0,03% líkur á að þær lifi í heilan sólarhring.

 

Þess ber þó að geta að það er ekki hitastigið sem ræður því að við kvefumst aðallega á veturna.

Þess vegna breiðist kvef meira út á veturna

Einkum þrennt gerir það að verkum að við kvefumst frekar á veturna. Um er að ræða dropa.

Mikil nálægð orsakar smit

Á veturna flytjum við okkur alfarið inn í húsin og snertum fyrir vikið oftar sömu hurðarhúna, skápahöldur, borðbrúnir og hvaðeina sem ekki er látlaust verið að spritta. Þetta eykur hættuna á smiti.

Margar veirur dafna

Á veturna eru fleiri veirur á sveimi en á sumrin og þetta eykur hættuna á kvefi. Sumar af útbreiddustu kvefveirunum eru einfaldlega ekki á ferli á sumrin.

Þurrt loft eykur lífslíkur veira

Loftrakinn er minni á veturna. Fyrir vikið geta veirudropar svifið lengur í loftinu og borist víðar en gerist á sumrin þar sem þeir falla hraðar til jarðar og springa líkt og sápukúlur.

Þegar hitastigið lækkar og skammdegið skellur á flýjum við inn í húsin. Þetta gerir það að verkum að við lifum í meiri nánd við hvert annað og í námunda við ýmsa áþreifanlega hluti á borð við hurðarhúna, fjarstýringar og rafmagnsrofa sem við öll snertum.

 

Ef kvefaður einstaklingur hnerrar innanhúss getur veiran dvalið áfram í rýminu í smásæjum dropum sem kallast loftsvif, svo tímunum skiptir og aðrir einstaklingar eiga á hættu að anda dropunum að sér og smitast þannig.

 

Loftrakinn er að öllu jöfnu minni á veturna og þess vegna geta veiruheldnu droparnir hangið svífandi lengur í loftinu áður en þeir eyðast, líkt og sápukúlur.

 

Vetrarárstíðin er jafnframt árstíð kvefsins sökum þess að margar veirur sem valda sjúkdómnum eru upp á sitt besta á þeim tíma árs. Þó svo að rhinoveiran sem er algengasta orsök kvefs í dag, svo og enteróveira og parainflúensuveira, séu ekki ýkja virkar í skammdeginu þá er að finna ofgnótt þeirra á vorin og haustin þegar margir veikjast af svokölluðu sumarkvefi.

 

RS-veirur, kórónuveirur og flensuveirur sem eiga samanlagt sök á rösklega þriðjungi kveftilfella, eru hins vegar einvörðungu virkar á veturna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is