Er hægt að venja sig á að þola kulda?

Er hægt að þjálfa upp hærri kuldaþröskuld? Til dæmis með að klæða sig létt þegar kalt er?

BIRT: 11/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Sérstakir skynjarar í húðinni, svokallaðir hitaviðtakar nema kulda. Þessir viðtakar senda merki til mænunnar og áfram til heilans, þar sem merki er unnið og túlkað.

 

Niðurstaðan er meðvitund um að það er kalt. Venjulega bregst maður við með því að fara í aukaföt, fara inn, hækka í ofnum og svo framvegis.

 

Hugsanlegt er að með því að hunsa boðin markvisst yfir langan tíma sé hægt að breyta rafefnaboðum þessara hitanema til heilans þannig að með tímanum náist hærri kuldaþröskuldur.

 

En þetta hefur aldrei verið vísindalega rannsakað svo vitað sé – sem mjög skiljanlegt því erfitt er að fá einhvern til að láta sig hafa allan þennan kulda í tilraunaskyni.

Ísmaður ákvarðar eigin líkamshita

Hollendingurinn Wim Hof ​​býr yfir stórkostlegum hæfileika til að standast kulda – eiginleika sem hefur skilað honum heimsmeti í greinum eins og lengsta sundi undir ís og lengstan tíma í beinni snertingu við ís.

 

Eðlileg viðbrögð við miklum kulda eru þau að líkaminn skelfur, hjartsláttur breytist og æðar lokast, en það gerist ekki hjá Hof.

 

Læknar hafa skoðað hann nokkrum sinnum og skýring þeirra á hæfni hans er sú að hann getur meðvitað stjórnað ósjálfráða taugakerfinu sem hjá venjulegu fólki tekur öll völd þannig að við förum að skjálfa við mikinn kulda.

 

Hof vill meina að hver sem er geti lært að halda kuldanum í skefjum með æfingum eins og  kuldameðferð, öndun og hugleiðslu, en nokkrir hafa látist úr kulda eftir að hafa farið eftir æfingaprógrammi hans.

 

Glæsilegustu afrek Wim Hofs:
  • 2000: Sund undir ísbreiðu á finnsku stöðuvatni, 57,5 ​​metrar

 

  • 2007: Hljóp hálfmaraþon berfættur í snjó, 2 klukkustundir, 16 mínútur og 34 sekúndur.

 

  • 2009: Klifraði á topp Kilimanjaro (5895 metrar hæð) aðeins í skóm og í stuttbuxum

 

  • 2013: Allur líkaminn í snertingu við ís, 1 klukkustund, 53 mínútur og 2 sekúndur

Það er til önnur leið til að þola meiri kulda: Með því að borða mikinn ís, rjómasósu og djúpsteiktar kartöflur.  Þannig bætist hægt og rólega lag eftir lag af fitufrumum undir húðina.

 

Og fita einangrar þannig að hægt verður að þola aukinn kulda. Það má deila um hvort hægt sé að  kalla þetta raunverulega þjálfun. En svo eru líka sálrænir þættir sem gera það að verkum að hægt er að þola kulda betur en aðrir.

 

Tilhugsunin um að komast fljótlega úr kuldanum eða önnur jákvæð hugsun getur dregið út kuldahrollinum og gert frost og kulda örlítið bærilegri. Kuldaþröskuldur hvers og eins er einnig mjög mismunandi.

 

Eftir sólríkan dag á ströndinni bítur kuldinn meira um kvöldið en ef deginum hefur verið eytt í svölu umhverfi. En þessi munur á kuldatilfinningu er fremur afleiðing af sveiflukenndu hitastigi umhverfisins en af ​​meðvitaðri þjálfun.

BIRT: 11/12/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © wimhofmethod.com, Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.