Tækni

Vísindamenn furða sig á Stonehenge Skotlands

„Standing Stones of Stenness“ er hringur á Orkneyjum, samsettur úr steinum og eru fjórir steinanna þar enn í dag. Ekki er vitað hver tilgangur steinanna var.

BIRT: 04/07/2023

Fyrir um 5.000 árum roguðust menn á Orkneyjum með marga risastóra steina, hvern tonn að þyngd, hjuggu þá til og reistu upp á rönd. Enn hvílir þó leynd yfir ástæðu þess að þetta var gert.

 

„Standing Stones of Stenness“, líkt og steinahringurinn nefnist, samanstóð upphaflega af allt að tólf steinum sem umluktir voru virkisgarði. Uppgröftur frá áttunda áratug 20. aldar sýnir þó að tveimur steinanna hefur sennilega aldrei verið komið fyrir á sinn stað. Í dag standa aðeins fjórir steinanna. Þeir eru tæpir sex metrar á hæð og aðeins 30 cm þykkir.

 

Þvermál steinahringsins er 32 metrar og opnast hringurinn mót norðri. Andstætt við það sem vitað er um, m.a. Stonehenge, virðast steinarnir í Stenness ekki tengjast stefnu sólarinnar og tunglsins í tengslum við sumar- og vetrarsólstöður.

Steinahringir voru í tísku

Á Bretlandseyjum er að finna allt að eitt þúsund steinahringi. Flestir hafa þeir verið reistir nærri árinu 3000 f.Kr. en í þá tíð er engu líkara en að slíkir minnisvarðar hafi verið í tísku um alla norðvestanverða Evrópu.

 

Í grennd við Stenness er að finna „Ring of Brodgar“ (sjá mynd), þar sem steinarnir eru minni en hringurinn hins vegar stærri.

Ekki er vitað hvaða tilgang steinarnir hafa upprunalega haft. Sumir fræðimenn telja að færðar hafi verið fórnir á staðnum, hugsanlega í tengslum við trúarathafnir eða líkfylgdir.

 

Þessu til stuðnings má geta þess að leifar af breiðum vegi liggja upp að steinahringnum. Einnig er vitað að staðurinn var notaður fyrir helgiathafnir svo seint sem á öndverðri 19. öld.

 

Á þeim tíma var hinn svonefndi Óðinssteinn hluti af hringnum. Í steininn hafði verið borað stórt gat og öll nýgift hjón skyldu haldast í hendur gegnum gatið til að tryggja farsælt hjónaband. Barnlaus hjón gátu enn fremur tryggt sér afkomendur með því að verja nótt við steininn.

 

Árið 1814 keypti höfuðsmaðurinn Mackay staðinn og varð fljótt gramur yfir tíðum heimsóknum fólks að steinunum. Hann áleit siðinn vera heiðinn og taldi áganginn skemma jarðveginn. Hann braut fyrir bragðið Óðinssteininn og lét velta einum hinna um koll í því skyni að hræða fólk.

 

Þessi verknaður hafði í för með sér gífurleg mótmæli, bæði frá heimamönnum og yfirvöldum sem hafði þær afleiðingar að Mackay baðst afsökunar og lét reisa steininn við aftur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.