Heilsa

Vísindamenn vara við áhrifum rafsígaretta á lungun

Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós hvernig gufur frá rafsígarettum geta haft hættuleg áhrif á lungun.

BIRT: 30/03/2023

Nokkrar nýlegar rannsóknir hafa varpað ljósi á neikvæð áhrif þess að „veipa“. Nú bendir önnur rannsókn á skaðleg áhrif rafsígaretta.

 

Undanfarin ár hefur notkun þeirra aukist jafnt og þétt.

 

Sífellt fleiri, sérstaklega ungt fólk, eru að „veipa“ rafsígarettur. Og kannski er ástæðan sú að það er útbreidd hugmynd um að rafsígarettur séu minna skaðlegar en hefðbundnar sígarettur.

 

En raunin er sú að vísindamenn vita í raun mjög lítið um heilsufarsáhættu þess að nota rafsígarettur.

 

Nú varpar bandarísk rannsókn hins vegar ljósi á suma áhættuþætti af því að anda að sér gufum frá rafsígarettum, einnig kallað að „veipa“.

 

„Veipið“ veldur „einstökum“ lungnaskemmdum

Í rannsókninni sem birt var í Journal of Nuclear Medicine, virðist vera að fólk sem notar rafsígarettur sé í meiri hættu á að fá bólgur í lungum en bæði sígarettureykingamenn og þeir sem reykja ekki.

 

Að sögn rannsakenda á bak við rannsóknina valda rafsígarettur einnig „einstökum“ skemmdum á lungunum sem vísindamenn skilja ekki fullkomlega enn.

 

Rannsóknin er sú nýjasta í röð rannsókna sem reyna að skjalfesta hvernig „veiping“ er ekki sú áhættulausa aðferð til að hætta að reykja sem hún upphaflega var sögð vera.

 

Fyrri rannsóknir hafa m.a. sýnt að rafsígarettur valda lungnaskemmdum í sama mæli og hefðbundnar sígarettur.

Hvað er „veiping“?

Að „veipa“ er að anda að sér gufum úr rafsígarettu. Vape eða „veip“ á uppruna sinn í bandaríska hugtakinu „vapor“ og þýðir gufa.

 

Gufur frá rafsígarettum innihalda kemísk efni og agnir. Vísindamenn vita ekki enn með vissu hversu skaðlegt það er að anda að sér gufunum.

Í nýjustu rannsókninni gáfu vísindamennirnir 15 manns sporefni sem festist við bólgur í lungunum og gerir það sýnilegt á sneiðmyndatöku.

 

Þátttakendur rannsóknarinnar voru annað hvort rafsígarettuneytendur, hefðbundnir reykingamenn eða reyklaust fólk sem hafði aldrei reykt eða „veipað“.

 

Niðurstöðurnar sýndu greinilega mun meiri bólgur í lungum svokallaðra „veipara“ samanborið við bæði reykingamenn og reyklausa.

LESTU EINNIG

Forvitnilegt er þó að niðurstöðurnar bentu ekki til þess að tóbaksreykingafólkið þjáðist af meiri bólgum en fólk sem hvorki notaði hefðbundnar sígarettur né rafsígarettur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is