Heilsa

Yfirlæknir: Svona oft þarf maður að fara í sturtu

Eru til vísindalegar leiðbeiningar um hversu oft þú ættir að nota sápu og vatn? Fáðu svarið frá yfirlækni og prófessor í húðsjúkdómum.

BIRT: 02/04/2023

Húðin er um það bil tveir fermetrar að flatarmáli og er eitt stærsta líffæri líkamans og er á sama tíma sannkallað ævintýraland fyrir milljarða örsmárra baktería sem lifa í bróðerni við hlið allt að 40.000 dauðra húðfruma sem yfirgefa líkama þinn á hverri mínútu.

 

Og þó að þessar upplýsingar einar og sér geti valdið því að þú viljir fara í stríð með sápu og vatn að vopni, þá er full ástæða til að halda aðeins aftur af sér.

 

Þetta skýrir Jørgen Serup sem er prófessor í húðsjúkdómum og yfirlæknir við Bispebjerg sjúkrahúsið í Danmörku.

 

Hann hefur verið að rannsaka húð okkar í áratugi. Að hans sögn er mikilvægt að greina á milli hvers konar þvotta er um að ræða ef hann á að geta gefið upp gróft meðaltal af því hversu oft við ættum að fara í góða sturtu samkvæmt vísindum.

Á líkamanum eru milljónir svitakirtla

Líkaminn hefur enga svitakirtla á fremsta hluta getnaðarlimsins og snípsins. Á fótum og höndum eru u.þ.b. 600 svitakirtlar á fersentimetra og í handarkrika og enni eru u.þ.b. 200 svitakirtlar á fersentimetra.

Toppseytnir svitakirtlar

Toppseytnir (rauðir) sitja m.a. undir handleggjum og í kringum kynfæri, geirvörtur og endaþarmsop.

Fráseytnir svitakirtlar

Fráseytnir (bláir) eru alls staðar á líkamanum en eru sérstaklega margir á höndum og fótum.

Sápa afhjúpar frumurnar

Það er mikill munur á því hvort þú sápar þig frá toppi til táar, ferð í bað eða þværð bara sérvalda staði.

 

Heildarsápun hvers einasta hluta líkamans ætti ekki að gerast of oft, að sögn prófessorsins, þar sem sápa er í grundvallaratriðum efnafræðilega ertandi fyrir húð okkar.

 

„Náttúrulegt ástand okkar er að við erum með fitu á líkamanum. Sápan fjarlægir fituna og afhjúpar frumurnar. Ef þetta gerist of oft getur það pirrað húðina þannig að hún fer að hegða sér óeðlilega og gerir hana rauða og þig getur klæjað,“ segir hann.

 

Einbeittu þér að völdum svæðum

Ef þú notaðir aldrei sápu myndi fitan á húð þinni hægt og rólega fúlna og mynda lykt ásamt bakteríunum.

 

Þess vegna eru ráðleggingar Jørgen Serup einnig að þú breytir á milli mismunandi tegunda þvotta og einbeitir þér að völdum stöðum á líkamanum.

 

„Sturta á hverjum degi er í lagi ef þú notar bara sápu á þeim stöðum þar sem eru flestar bakteríur – í klofinu, endaþarmsopinu, fótunum og undir handleggjunum,“ segir hann.

 

„En þú verður að sápa allan líkamann í mesta lagi 1-2 sinnum í viku, annars losar þú húðina of mikið við fitu,“ útskýrir hann.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Bólusótt: Ósýnilegur ógnvaldur herjaði í Evrópu

Maðurinn

Hvers vegna eru sumir smámæltir?

Spurningar og svör

Hvort er bjór betri úr dós eða flösku?

Lifandi Saga

Þýsk fórnarlömb sprengjuflugmanna tóku þá af lífi

Alheimurinn

Fær það virkilega staðist að tvær sólir geti verið í sama sólkerfi?

Náttúran

Hvernig geta slöngur klifrað?

Alheimurinn

Vetrarbrautin full af svartholum

Maðurinn

Hve lengi er hægt að vera kvefaður?

Maðurinn

Við drekkum einn bolla af nefslími dag hvern

Tækni

Hvað gerist ef díselolíu er dælt á bifreið sem knúin er bensíni?

Jörðin

Undravert yfirborð jarðar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.