Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

Í erfðamassa „engils dauðans“ hafa vísindamenn mögulega fundið skýringu á því hvers vegna þessi eitursveppur dreifist nú víðar um heiminn en áður.

BIRT: 05/02/2024

Grænn flugusveppur eða Engill dauðans (Amanita phalloides) veldur um 90% allra dauðsfalla af völdum sveppa í mat á heimsvísu og aðeins hálfur sveppur er talinn duga til að bana fullvöxnum manni.

 

Vísindamenn hika ekki við að útnefna þennan svepp sem þann banvænasta í heimi.

 

Nú hafa líffræðingar hjá Wisconsin-Madisonháskóla uppgötvað að þessi sveppur hefur fundið nýja aðferð til að dreifa erfðamassa sínum og það gæti aukið útbreiðslu hans um skógarsvörðinn víða um heim.

 

Rannsóknin byggist á greiningum á erfðaefni 86 einstakra sveppa sem tíndir hafa verið í Kaliforníu síðan 1993 og í Evrópu síðan 1978.

 

Í bandarísku sýnunum fundu vísindamennirnir nákvæmlega eins erfðaefni í sveppum tíndum á tveimur mismunandi svæðum en fræðilega séð gerir það alla þessa sveppi erfðafræðilega að sama einstaklingnum.

 

Þetta þýðir að síðustu 17 eða jafnvel 30 árin hefur þessum eitursveppum tekist að endurskapa sjálfa sig eftir litningum eins staks svepps eða með kynlausri æxlun.

 

Getur breiðst hratt út af sjálfu sér

Sveppirnir eru þó jafnframt færir um að fjölga sér með litningum tveggja einstaklinga, sem sagt með kynæxlun. Þessi blanda fjölgunarmöguleika segja vísindamennirnir að geti verið ástæða þess að eitursveppurinn breiðist nú hraðar út en áður víða um heim.

 

„Þessir mismunandi fjölgunareiginleikar þessarar ágengu eitursveppategundar auka líklega getuna til hraðari útbreiðslu en það sýnir veruleg líkindi með ágengum plöntum, dýrum og sveppum“, segja vísindamennirnir m.a. í grein sinni.

LESTU EINNIG

Margar sveppategundir eru vissulega þekktar fyrir að geta beitt bæði kynæxlun og kynlausri æxlun en græni flugusveppurinn hefur ekki verið meðal þeirra.

 

Kynæxlun veitir tegundum möguleika til að þróast og aðlagast nýjum aðstæðum með því að blanda genum. En kynlaus æxlun auðveldar einstökum sveppum hins vegar að breiðast út á miklum hraða og lifa þannig af um langan tíma.

 

Græni flugusveppurinn er upprunninn í norðurhluta Evrópu en hefur á síðustu áratugum náð að nema ný lönd, svo sem í Ástralíu, Norður-Ameríku og náð að breiðast út víðar í Evrópu. Vísindamennirnir telja að kynlausa æxlunin geti verið hluti skýringarinnar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.