Maðurinn

Sannleikur sjónvarpsþátta: Geta sveppir raunverulega sýkt heilann?

Þau sem hafa horft á þáttaröðina The Last of Us spyrja eflaust hvort sveppir geti ráðist inn í heila okkar og komið af stað heimsfaraldri. Gætu þeir gert það? Og hvað myndi gerast í því tilfelli?

BIRT: 27/03/2023

Sveppirnir sem sýkja heila í The Last of Us eru ekki gripnir úr lausu lofti. Í náttúrunni er t.d. til sveppurinn Ophiocordyceps unilateralis sem tekur yfir heila í maurum og neyðir þá til að klifra upp í tré. Í því tilviki vex sveppurinn upp úr höfði uppvakninga-maursins og dreifir gróum sínum út um allan skógarbotninn.

 

En ólíkt maurnum er mannnsheilinn vel varinn gegn sveppum, þökk sé blóð-heilaþröskuldinum. Hins vegar geta ákveðnar sveppagerðir komist yfir þröskuldinn, t.d. sveppurinn Cryptococcus sem nýtir ónæmisfrumur okkar sem eins konar Trójuhesta.

 

Sveppir í heila geta valdið hættulegri heilahimnubólgu. Dánartíðnin veltur meðal annars á hversu fljótt sýkingin er meðhöndluð og hvort ónæmiskerfið er veikt af til dæmis aldri eða veikindum.

 

Vísindamenn hafa einnig fundið vísbendingar um að sveppir geti hagað sér eins og sníkjudýr og haft áhrif á hegðun okkar eða geti aukið hættuna á Alzheimer.

 

Hlýnun jarðar gæti ýtt undir sveppafaraldur

Almennt séð er ónæmiskerfið vel í stakk búið til að koma í veg fyrir sveppasýkingar – fyrst og fremst vegna líkamshita okkar. Sveppir kjósa hita upp á 25-30 gráður og því hamlar 37 gráðu líkamshiti okkar sveppavexti.

 

Vísindamenn óttast hins vegar að aðlögun þeirra að hlýnun jarðar muni gera sveppum kleift að dreifa sér við hærra hitastig og auka þannig hættuna á sveppafaraldri í framtíðinni.

Svona berst heilinn gegn sveppum

Ónæmiskerfi heilans er vel í stakk búið til að koma í veg fyrir að sveppir taki hann yfir.

1. Sveppur ræðst á heilann

Sveppir geta komist inn í heilann við skurðaðgerðir eða brotist í gegnum blóð-heilaþröskuldinn – til dæmis með því að nota okkar eigin ónæmisfrumur sem Trójuhesta sem lauma sveppnum inn í heilann.

2. Sérhæfðar taugafrumur koma til varna

Sérstakar taugafrumur sem kallast glial-frumur, virka sem ónæmiskerfi heilans. Glial-frumurnar skynja sveppinn og setja í gang viðvörunarkerfi sem seytir ónæmisefni er kallast cýtókín.

3. Ónæmisfrumur framkvæma hreinsunarstarf

Cýtókínin kalla fram ónæmisfrumur, kallaðar T-frumur og daufkyrninga sem fá aðgang að heilanum og berjast gegn sveppunum. Hins vegar geta of margar ónæmisfrumur leitt til skaðlegrar bólgu í heilanum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© HBO. © Shutterstock & Lotte Fredslund.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

Maðurinn

Sex mýtur um hjartað

Maðurinn

Þannig má forðast gular tennur

Heilsa

Dánardagur þinn er skrifaður í blóð þitt 

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is