Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Þeim sem eru í blóðflokki A er hættara við að fá slag fyrir sextugt en öðrum. Þetta eru niðurstöður nýrrar safngreiningar sem unnin var í Bandaríkjunum. Áhættuaukningin er þó fremur óveruleg.

BIRT: 22/02/2024

Blóð streymir um æðar okkar allra og sá blóðflokkur sem við höfum fengið í vöggugjöf getur ráðið því hvort okkur hættir til að fá blóðtappa í heila snemma á lífsleiðinni eður ei.

 

Ef marka má nýja safngreiningu sem fólst í athugun vísindamanna, við læknadeildina í Maryland háskóla, á 48 rannsóknum á erfðavísum og heilablóðföllum kemur greinilegt mynstur í ljós. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Neurology, leiddi í ljós að fólk sem fengið hafði kransæðasjúkdóma snemma á lífsleiðinni var oftar en ekki í blóðflokki A. Hættan var 16% meiri en ella meðal fólks í blóðflokki A.

 

Á hinn bóginn leiddu tölurnar í ljós að þeim sem tilheyrðu blóðflokki 0 var 12% síður hætt við að veikjast af kransæðastíflu fyrir sextugt. Vísindamennirnir vonast til að geta grafist betur fyrir um samhengið til þess að koma auga á nýjar leiðir til að fyrirbyggja að fólk fái slag snemma á lífsleiðinni í framtíðinni.

 

Fleiri og fleiri veikjast

„Hlutfall þeirra sem fá heilablóðfall snemma á lífsleiðinni hækkar stöðugt. Þessir einstaklingar eiga á hættu að látast af völdum heilablóðfallsins og þeir sem lifa af eiga á hættu að lifa við skerta starfsgetu áratugum saman. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur fremur lítið verið rannsakað hvers vegna sumu fólki hættir til að fá slag tiltölulega ungu“, útskýrir Steven J. Kittner, prófessor í taugalækningum við læknadeildina í Maryland háskóla og einn helsti vísindamaðurinn að baki safngreiningunni.

 

Greiningin fól í sér tæplega 17.000 heilablóðfallssjúklinga og hartnær 600.000 heilbrigða einstaklinga í samanburðarhópnum sem aldrei höfðu fengið slag. Vísindamennirnir skoðuðu litninga þátttakendanna í leit að genaafbrigðum sem haft gætu áhrif á hættuna á heilablóðfalli. Þeir komust að raun um að litningurinn sem felur í sér erfðavísinn sem ræður blóðflokki okkar skiptir sköpum.

 

Þeim sem eru í blóðflokki A hættir með öðrum orðum meira við að fá slag snemma á lífsleiðinni og þeir sem voru í blóðflokki 0 voru í minni hættu hvað þetta snerti, samanborið við fólk sem fengið hafði slag seint í lífinu eða alls ekki. Bæði þeir sem fengið höfðu slag snemma og seint voru hins vegar oftar í blóðflokki B, samanborið við þá sem aldrei höfðu fengið slag.

 

Blóðflokkur A hefur áður legið undir grun

„Við vitum enn ekki hvers vegna blóðflokkur A eykur áhættuna en að öllum líkindum tengist það blóðstorknandi þáttum, blóðflögum og frumulaginu sem þekur æðarnar að innanverðu. Þetta kann enn fremur að tengjast próteinum sem eru á hreyfingu í blóðrásinni. Allir þessir þættir hafa áhrif á myndun blóðtappa“, segir prófessor Kittner.

 

Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fólki sem tilheyrir blóðflokki A hætti eilítið meira en öðrum til að fá blóðtappa í fætur. Þeir eru einkum varhugaverðir í tengslum við langt flug þar sem fólk situr kyrrt tímunum saman.

LESTU EINNIG

Vísindamennirnir að baki nýju safngreiningunni benda hins vegar á að um sé að ræða eilítið aukna hættu meðal þátttakenda í blóðflokki A.

 

Allir geta minnkað hættuna á kransæðasjúkdómum með því að leggja áherslu á heilbrigt líferni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is