Maðurinn

Erum við fædd matvönd?

Hvers vegna erum við matvönd? Eru börn matvandari en fullorðnir og er það satt að matarsmekkurinn breytist með árunum?

BIRT: 01/03/2024

Öll erum við að einhverju leyti matvönd þegar við fæðumst. Við erum t.d. gjörn á að vilja ekki það sem er beiskt á bragðið. Þetta er í rauninni einkar skynsamlegur gikksháttur því margt það sem er eitrað á náttúrunni er einmitt beiskt á bragðið.

 

Á hinn bóginn eru ungabörn oft sólgin í sæta fæðu, sem er afar skiljanlegt því móðurmjólkin er einmitt sæt á bragðið. Börn bregðast oft harkalega við óþekktu bragði.

 

Þetta þarf ekki endilega að flokkast sem matvendni því börn finna einfaldlega meira bragð og sterkari lykt en við fullorðna fólkið.

 

Þetta skýrist á þann veg að bragðskyn og þrefskyn dofna með árunum.

 

Skynfæri þessi eru með öðrum orðum upp á sitt besta í barnæsku. Bragðskynið er háð mörgum þáttum og breytist alla ævina, m.a. sökum hormónabreytinga.

 

LESTU EINNIG

Fyrir bragðið förum við oft að kunna að meta matvæli á fullorðinsárum sem við vildum ekki sjá sem börn, t.d. ost.

 

Þá má einnig geta þess að heili okkar er þannig úr garði gerður að hann tengir slæma lífsreynslu oft við fæðuna sem við innbyrtum rétt áður.

 

Hugsum okkur einhvern sem fótbrotnar andartaki eftir að hafa borðað tiltekna köku. Í slíkum tilvikum er hætt við að viðkomandi eigi eftir að forðast þessa tilteknu kökutegund svo árum skiptir.

 

Bragðskynjun er flókið fyrirbæri. Þar sameinast bragðskynjun úr bragðlaukunum á tungunni, lyktin af fæðunni, svo og áferð hennar, auk þess sem bragðupplifunin er í mörgum tilvikum menningarlegs eðlis.

 

Matvendni barna er oft tengd skoðunum foreldranna á mat og máltíðum. Rannsóknir benda jafnframt til þess að börn venjist því að snæða fjölbreytta fæðu ef móðir borðar margvíslegar fæðutegundir á meðgöngunni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.