Heilsa

Gæti dregið úr mesta sársauka legslímuflakks

Sjúkdómurinn hrjáir um 10% allra kvenna á barneignaraldri. Í mörg ár hafa milljónir kallað eftir árangursríkri meðferð.

BIRT: 09/12/2023

Ný meðferð við legslímuflakki virðist nú geta það sem fyrri úrræði hafa ekki megnað, sem sé að draga úr skemmdum og samgróningum legslímuflakks sem þjá milljónir kvenna á barneignaraldri.

 

Einmitt núna er verið að verið að gera tilraunir á konum, segir New Scientist.

 

Það er gert eftir að japanskir vísindamenn hafa lagt fram niðurstöður tilrauna á öpum. Þær niðurstöður eru birtar í Science Translational Medicine.

 

Meðferð hindrar tiltekið prótein

Legslímuflakk er varanlegt bólguástand í vefjum, sömu gerðar og slímhimnan í leginu sem einnig er að finna utan legsins. Yfirleitt er þetta innan mjaðmagrindarinnar en í sjaldséðum tilvikum annars staðar í líkamanum.

 

Sjúkdómurinn leggst á nálægt eina af hverjum tíu konum á fæðingaraldri og getur bæði valdið gríðarmiklum sársauka og ófrjósemi.

 

Japönsku vísindamennirnir komust að því að í legslímuflakksvef er óvenju hátt hlutfall af geninu IL8 sem kóðar fyrir bólguprótíni sem kallast interleukin-8.

 

Sú uppgötvun kom vísindamönnunum til að velta fyrir sér að draga mætti úr bólgunum með því að útiloka þetta prótín – og þá kannski um leið draga úr þróun sjúkdómsins.

 

Til að prófa tilgátu sína þróuðu vísindamennirnir mótefni gegn bólguprótíninu.

 

Þeir gerðu því næst skurðaðgerðir á makak-öpum til að framkalla legslímuflakk með því að flytja vef úr legkirtlum til annarra staða í mjaðmagrindinni og líkja þannig eftir legslímuflakksskemmdum í konum.

Legslímuflakk er ólæknandi sjúkdómur þar sem vefur, sömu gerðar og slímhúðin í leginu (endometrium), vex einnig utan legsins. Þessi vefur getur verið í eggjastokkum, utan á þeim, á lífhimnunni, þörmum eða þvagblöðru og í sjaldséðum tilvikum annars staðar í líkamanum.

Ellefu apar fengu mótefnasprautu fjórðu hverja viku í sex mánuði en hinir sex aparnir fengu lyfleysu.

 

Þegar tilrauninni lauk höfðu legslímuskemmdirnar minnkað um helming af upphaflegri stærð í öpunum sem fengu lyfið en vefurinn hélt áfram að vaxa í þeim sem fengu lyfleysuna.

 

Legslímuflakk hefur verið meðhöndlað með hormónadempandi lyfjum sem getur dregið úr skemmdum en getur á móti valdið aukaverkunum á borð við höfuðverk og skapsveiflur.

 

Lyfin koma líka í veg fyrir blæðingar og þau henta því ekki konum sem vilja verða barnshafandi. Skurðaðgerðir koma líka til greina en legslímuvefurinn getur snúið aftur eftir slíkar aðgerðir.

 

Japönsku vísindamennirnir sjá því framfaramöguleika í mótefnameðferðinni og nú er verið að reyna hana á sjálfboðaliðum, japönskum konum bæði með og án legslímuflakks.

LESTU EINNIG

Samkvæmt tölum frá WHO þjást um 190 milljónir kvenna, á heimsvísu, af legslímuflakki.

 

Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að engar verulegar framfarir hafi orðið á þessu sviði síðustu 25 árin.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.