Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Hægt er að meðhöndla óþægindi í tengslum við tíðahvörf en rannsóknir hafa leitt í ljós að algengasta meðferðarúrræðið getur haft í för með sér hugsanlega áhættu.

BIRT: 05/08/2023

Hitaköst, skapsveiflur og svefnlausar nætur.

 

Breytingaskeiðið kann að hafa í för með sér óþægindi fyrir konur þegar eggjastokkar þeirra hætta að framleiða kvenhormón sem gera konum kleift að eignast börn.

 

Áhrifamesta meðhöndlunin á óþægindunum felst í hormónameðferð þar sem gefið er annað kvenhormónið, estrógen, annað hvort eitt sér eða með tilbúnu gestageni sem er eftirlíking hins kvenhormónsins, prógesteróns.

 

Meðhöndlunin bætir upp þá hormóna sem líkaminn er hættur að framleiða og mörgum konum finnst óþægindin af völdum tíðahvarfa minnka verulega.

 

Nú er hins vegar farið að tengja þetta algenga meðferðarúrræði við áður óþekktar aukaverkanir hjá 45-55 ára konum, ef marka má tilraunir sem gerðar voru á vegum danska krabbameinsfélagsins, dönsku þekkingarmiðstöðvarinnar á sviði heilabilunar og sjúkrahússins á Norður-Sjálandi.

 

Í víðtækri rannsókn sem tók til um 60.000 kvenna drógu vísindamennirnir þá ályktun að konum sem taka hormónalyf á breytingaskeiðinu sé 20% hættara við heilabilun en við á um konur sem ekki fá þetta meðferðarúrræði.

 

Ef svo hormónameðhöndluninni er haldið áfram í meira en 12 ár eykst áhættan sem nemur 70 af hundraði, samanborið við konur sem ekki taka inn hormónalyf.

 

Niðurstöðurnar eru sláandi en til þessa var einungis vitað um aukaverkanir tengdar heilabilun meðal kvenna eldri en 65 ára sem taka hormónalyf.

 

„Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að samhengið á milli hormónameðferðar og heilabilunar er einnig fyrir hendi meðal kvenna sem taka hormónalyf í samræmi við gildandi leiðbeiningar, þ.e. þegar konur eru að nálgast fimmtugt og nýlega komnar á sextugsaldurinn,“ segir Nelsan Pourhadi, læknir og vísindamaður hjá dönsku þekkingarmiðstöðinni á sviði heilabilunar.

 

Rannsóknin hefur jafnframt leitt í ljós að konur sem einungis taka hormónalyf í stuttan tíma eru í meiri hættu á að fá heilabilun en við á um konur sem aldrei hafa tekið slík lyf.

Hormónaóreiða í líkama konunnar

Skert frjósemi, skekkja í hitastilli líkamans og hægfara niðurbrot á heilavef. Breytingaskeiðið hefur í för með sér ringulreið í hormónabúskap kvenna og þetta bitnar á öllum líkamanum.

Aldraðir missa tímaskynið

Jafnframt því sem heilinn eldist verða heilafrumurnar síður móttækilegar fyrir hormónum og öðrum boðefnum. Þetta getur haft það í för með sér að heiladingullinn framleiðir minna af LH-hormóninu sem á þátt í að samhæfa myndun eggloss.

Ónæmir eggjastokkar framleiða minna estrógen

Eggjastokkarnir eldast, líkt og við á um heilann og verða ónæmari gagnvart m.a. LH-hormóninu. Þá fækkar eggjablöðrum að sama skapi en þær sjá um að mynda eggfrumur, svo og að framleiða mikilvæg kynhormón í líkingu við estrógen, inhibín og AMH.

Hitastillir líkamans flytur blóð til kinnanna

Minna estrógen hefur m.a. áhrif á undirstúku heilans sem sér um hitastillingu líkamans. Heilasvæði þessu hættir þá til að senda æðum húðarinnar boð um að þenjast út sem leiðir af sér svokölluð hitaköst hjá konum.

Aukaleg fita lokar æðum

Breytingar á hormónajafnvægi leiða til þess að líkaminn brennir minni fitu. Fitan safnast því fyrir, einkum á kviðnum og umhverfis líffærin í kviðarholinu. Þetta getur haft í för með sér fituuppsöfnun í æðunum, svo og æðakölkun.

Taugafrumur valda eitrun í heila

Lítið estrógenmagn hefur áhrif á efnaskipti heilans og hefur m.a. í för með sér aukna framleiðslu á efninu beta-amýlóíð sem veldur skemmdum á heilafrumum og getur að endingu haft í för með sér alsheimer.

Vísindamönnum hefur enn sem komið er ekki tekist að sýna fram á hvaða líkamsstarfsemi leiðir til þess að konum á hormónalyfjum hættir frekar til að fá alsheimer en við á um aðrar konur.

 

Eldri rannsóknir hafa þó leitt í ljós að hormónið estrógen kann að hafa slæm áhrif á heilann.

 

„Í tengslum við eldri rannsókn sem gaf til kynna tengsl á milli hormónainntöku og heilabilunar voru teknar heilasneiðmyndir sem leiddu í ljós meiri minnkun á heila í konum sem fengu hormónagjöf. Minnkun á heila sést einmitt oft í tengslum við heilabilun“, segir Nelsan Pourhadi, læknir og vísindamaður á dönsku þekkingarmiðstöðinni á sviði heilabilunar, í fréttatilkynningu.

LESTU EINNIG

Vísindamennirnir hvetja þær konur á breytingaskeiði sem velta fyrir sér hormónameðferð að íhuga betur hvort þær vilji þiggja úrræðið.

 

„Konum er ráðlagt að ráðfæra sig við lækni um kosti og galla við hormónameðhöndlun á breytingaskeiði og eftir að það gengur í garð. Sú vitneskja sem nú hefur komið í ljós kann að gagnast læknum, svo og konunum sjálfum, til að velja besta meðferðarúrræðið sem byggir á ýtarlegri þekkingu,“ segir Nelsan Pourhadi.

 

Ef marka má Pourhadi er þörf fyrir frekari rannsóknir, eigi að verða hægt að slá því föstu hvort þetta algenga meðferðarúrræði eykur hættuna á heilabilun.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock,

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Vinsælast

1

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

2

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

3

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

4

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

5

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

6

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

1

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

2

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

3

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

4

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

5

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

6

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Einkabörn eru með sérstakan heila

Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Náttúran

Vísindamenn vara við: Hamfaraskjálftar vofa yfir stærstu borgum heims

Náttúran

Háhyrningurinn: líklega skæðasta ránspendýr sögunnar

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Það að missa maka, foreldri eða barn getur haft gríðarleg áhrif á bæði líkama og heila. Sorg er að öllu jöfnu heilbrigð viðbrögð en nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að ástandið er viðvarandi hjá sumum og verður sjúklegt. Til allrar hamingju er nú unnt að meðhöndla hið flókna ástand sem sorg er.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is