Maðurinn

Gott nám leiðir af sér stærri heila

Sé börnum kennt frá því að þau eru mjög lítil verða heilar þeirra stærri á fullorðinsárum.

BIRT: 18/08/2024

Ef börn fá virka og örvandi kennslu fyrstu fimm æviárin sést árangurinn greinilega í heilaskanna á fullorðinsárum.

 

Þessari niðurstöðu komust vísindamenn að eftir að hafa rannsakað heila í hópi þátttakenda sem höfðu tekið þátt í The Abecedarian Project í 50 ár.

 

Árið 1971 völdu vísindamenn hóp barna úr brothættum fjölskyldum í verkefnið. Allar fjölskyldurnar hlutu sérlega heilsuvernd, fengu holla fæðu og fjölskylduráðgjöf, en aðeins hluti barnanna fékk kennslu í því sem kalla mætti örvandi kennsluumhverfi.

 

Þessi sérstaka kennsla átti sér stað frá því að börnin voru örfárra vikna gömul og upp í fimm ára aldur, fimm daga vikunnar í 50 vikur á ári.

LESTU EINNIG

Vísindamennirnir hafa fylgst með þorska barnanna allar götur síðan og í dag, hálfri öld seinna, kemur heilmikill munur meðal barnanna verulega á óvart.

 

Einstaklingarnir í þeim hópnum sem fékk sérlega kennslu á árunum upp úr 1970 eru í dag með 10 prósent stærri heila en viðmiðunarhópurinn. Við þetta má bæta að þær heilastöðvar sem tengjast máli og vitrænni getu eru allt að 30 prósent stærri í þeim einstaklingum sem tóku þátt í sérlega náminu.

 

Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að færa sönnur á samhengi milli þess að kenna börnum í „örvandi umhverfi“, annars vegar, og þroska heilans, hins vegar. Vísindamennirnir að baki uppgötvuninni telja þetta marka tímamót í skilningi á því hvernig heilinn starfar.

 

Fyrst birt: 28.09.2021

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ebbe Rasch

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Bólusótt: Ósýnilegur ógnvaldur herjaði í Evrópu

Maðurinn

Hvers vegna eru sumir smámæltir?

Spurningar og svör

Hvort er bjór betri úr dós eða flösku?

Lifandi Saga

Þýsk fórnarlömb sprengjuflugmanna tóku þá af lífi

Alheimurinn

Fær það virkilega staðist að tvær sólir geti verið í sama sólkerfi?

Náttúran

Hvernig geta slöngur klifrað?

Alheimurinn

Vetrarbrautin full af svartholum

Maðurinn

Hve lengi er hægt að vera kvefaður?

Maðurinn

Við drekkum einn bolla af nefslími dag hvern

Tækni

Hvað gerist ef díselolíu er dælt á bifreið sem knúin er bensíni?

Jörðin

Undravert yfirborð jarðar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.