Það eru lengd dagsins og hæð sólar á himni sem skilgreina árstíðirnar stjarnfræðilega séð. Hnatthlýnunin breytir þessum aðstæðum ekki.
Hlýnunin breytir því á hinn bóginn hvenær hitt og þetta gerist í tengslum við einstaka árstíðir.
743 vorboðar undanfarinna 86 ára sýna að skilin á milli vetrar og vors eiga sér stað fyrr en ella.
Árið 2017 fóru þrír vísindamenn sem starfa hjá tímaritinu „Nature Scientific Reports“, í gegnum alls 743 vorboða á norðurhveli jarðar undanfarin 86 ár.
Rannsóknin leiddi í ljós að froskahljóð að vori, knappskot plantna og suðandi skordýr eru sífellt fyrr á ferðinni.
LESTU EINNIG
Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að vorið á Krít færðist fram um einn dag ár hvert síðasta áratuginn áður en greinin kom út. Lengra í norður, í grennd við París, voraði fjórum dögum fyrr en áratuginn á undan. Þess má geta að fyrir norðan 59. breiddargráðu, um það bil þar sem Osló, Stokkhólm og Helsinki er að finna, hefur vorið færst fram svo um munar.
Áhrifanna gætir mest á norðurheimskautinu
Á norðurheimskautinu sést þetta mjög greinilega og vorboðar þar eru nú heilum 16 dögum fyrr á ferðinni en áður. Þetta er ekki hvað síst vegna áhrifa fyrirbæris sem nefnist norðurskautsmögnun sem táknar að þegar hitastig jarðar hækkar að meðaltali um eina gráðu, hækki hitinn um tvær til þrjár gráður á köldustu svæðum heims.
Þegar vorar snemma neyðast dýrin til að laga sig að breytingunum og margar rannsóknir hafa leitt í ljós að þær tegundir sem ráða við þetta hafa þróunarlegan ávinning umfram aðrar.
Í Kanada græðir rauði íkorninn á því að það vorar snemma. Þetta táknar nefnilega að hvert kvendýr getur gotið tveimur gotum á ári.
Vísindamenn við háskólann í Alberta í Kanada sýndu t.d. fram á það árið 2003 hvernig rauði íkorninn færði sér í nyt breyttar aðstæður.
Þegar hlýnar snemma á vorin geta íkornarnir gotið tvisvar á ári, því fyrra gotið kom í heiminn heilum 18 dögum fyrr en áður tíðkaðist.