Menning

Heimsins lengstu orð

Til er orð með þúsundum bókstafa og er sagt að það taki 3,5 tíma að segja það. Hér er meira um heimsins lengstu orð.

BIRT: 19/08/2022

Orð geta orðið löng. Mjög löng.

 

Því í mörgum tungumálum geturðu myndað ný orð með því að tengja nokkur orð saman í eitt.

 

Dæmi úr íslensku er vegavinnuskúr, sem samanstendur af þremur orðum.

 

Í Þýskalandi er gjarnan búin til ný orð með því að sameina þau sem fyrir eru – og það eru engin takmörk fyrir því hversu löng þýsk orð geta verið.

 

Þekkt dæmi er Rindfleischetikettierungsüberwachungsaufgabenübertragungsgesetz sem í 63 bókstöfum lýsir lögum um eftirlit með merkingum nautakjöts. Lögin voru sett árið 1999 og lögðust af árið 2013 og þess vegna er orðið ekki lengur notað.

 

En jafnvel með þessa 63 bókstafi var Rindfleischetikettierungsüberwachungsaufgabenübertragungsgesetz ekki nálægt því að vera lengsta orð í heimi.

LENGSTA ORÐIÐ

Lengsta orð í heimi er efnaheiti próteinsins titíns – metíónýlþreónýlþreónýlglútamínýlalanýl(…)ísóleucín.

 

Orðið, sem er mjög stytt hér að ofan, er 189.819 stafir og tekur um 3,5 klukkustundir að segja það.

Þrívíddarmynd af próteininu titíni með hinu langa efnaheiti.

Sumir vilja þó meina að ekki sé hægt að skilgreina efnaheiti sem raunveruleg orð og að lengstu orð heimsins verði þess í stað að finna meðal orða sem notuð eru í bókmenntum og/eða skráð í orðabókum eða metabókum.

 

Lengsta orð bókmenntanna

Lengsta orðið sem notað er í bókmenntum er á sanskrít og er: : संगसंदकनसुधबिनसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंदसंद. जतिलमुललगुकलितमनीयलिकलिकतिकगलकस मेदुलगुतमधुसलिलधटूतदीयविमलविलोचनमुखरेख्पसारितपिय.

 

Orðið, sem lýsir ljósbroti í smáatriðum og er að finna í bókinni Varadāmbikā Pariṇaya Campū frá árinu 1970, er 195 stafir að lengd í sinni upprunalegu mynd. Ef það er þýtt yfir á latneska stafi er það samtals 428 stafir að lengd.

 

Langa orðið á sanskrít er skráð í Heimsmetabók Guinness sem lengsta orð heims. Hins vegar lendir orðið í öðru sæti efnaheitið fyrir titín er tekið með.

 

Hefur þú áhuga á tungumálum? Lestu líka grein okkar um mest töluðu tungumál heims.

 

Lengsta orðið í Oxford orðabókinni

Lengsta orðið sem finnst í ensku orðabókinni, Oxford English Dictionary, er aftur á móti pneumonoultramicroscopicsilicovolcanoconiosis, sem er tækniheitið fyrir lungnasjúkdóminn kísillunga (silicosis)

 

Orðið er 43 stafir að lengd.

ÁTTA LENGSTU ORÐ HEIMS

Samkvæmt ritinu Etnologue, gefið út af málvísindasamtökunum SIL, eru 7139 töluð tungumál í heiminum og fimm lengstu orð heimsins verða að finnast í tungumálum bæði frá norður- og suðurhveli jarðar.

 

1. Enskt orð – 189.819 stafir

 

Merking: Efnaheitið fyrir próteinið titín.

 

Orð: Metíónýlþreónýlþreónýlglútamínýlalanýl(…)ísóleucín (skammstafað).

 

2. Orð á sanskrít – 195 stafir

 

Merking: Lýsing á ljósbroti.

 

Orð: निरन्तरान्धकारित-दिगन्तर-कन्दलदमन्द-सुधारस-बिन्दु-सान्द्रतर-घनाघन-वृन्द-सन्देहकर-स्यन्दमान-मकरन्द-बिन्दु-बन्धुरतर-माकन्द-तरु-कुल-तल्प-कल्प-मृदुल-सिकता-जाल-जटिल-मूल-तल-मरुवक-मिलदलघु-लघु-लय-कलित-रमणीय-पानीय-शालिका-बालिका-करार-विन्द-गलन्तिका-गलदेला-लवङ्ग-पाटल-घनसार-कस्तूरिकातिसौरभ-मेदुर-लघुतर-मधुर-शीतलतर-सलिलधारा-निराकरिष्णु-तदीय-विमल-विलोचन-मयूख-रेखापसारित-पिपासायास-पथिक-लोकान्.

 

 

Orð á afríkönsku – 136 stafir

 

Merking: Lýsing á blaðamannafundi þar sem talsmaður stéttarfélags ávarpar söluaðila notaðra bíla vegna verkfalls.

 

Orð: Tweedehandsemotorverkoopsmannevakbondstakingsvergaderingameroeperstoes-praakskrywerspersverklaringuitreikingsmediakonferensieaankondiging.

 

4. Nýsjálenskt orð – 85 stafir

 

Merking: Nafn hæðar á Nýja Sjálandi.

 

Orð: Taumatawhakatangihangakoauotamateaturipukakapikimaungahoronukupokai-whenuakitanatahu.

Hér má sjá skiltið með langa nafninu í Nýja Sjálandi. Hæðin, í daglegu tali kölluð Taumata, ber titilinn lengsta örnefni heims.

5. Þýskt orð – 79 stafir

 

Merking: Nafn klúbbs í Vínarborg fyrir stríð sem þjónaði starfsmönnum rafmagnsdeildar fyrirtækisins Donaudampfschiffahrtsgesellschaft.

 

Orð: Donaudampfschiffahrtselektrizitätenhauptbetriebswerkbauunter-beamtengesellschaft.

 

6. Tyrkneskt orð – 70 stafir

 

Merking: Lýsing á manneskju sem hljómar eitthvað svona: “Eins og þú værir einn af þeim sem við gætum ekki auðveldlega breytt í skapara misheppnaðra hluta”.

 

7. Orð í Ojibwe – 66 stafir

Merking: Lýsing á bláberjaböku.

 

Orð: Miinibaashkiminasiganibiitoosijiganibadagwiingweshiganibakwezhigan.

 

8. Íslenskt orð – 64 stafir

 

Orð: Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: CHARLOTTE KJAER

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is