Náttúran

Topp 5 – Hvaða dýr hafa lengstar tennur?

Tennur dýra eru mismargar og mismunandi að stærð og gerð en hvaða dýr hefur eiginlega lengstu tennurnar?

BIRT: 04/01/2025

1. Náhvalur

Gerð: Skögultönn. 

Lengd: Allt að þrír metrar.

 

Náhvalur hefur tvær framtennur. Sú hægri verður allt að 30 cm löng og helst inni í gininu en vinstri tönnin stækkar miklu lengra og vex út gegnum efri vörina – einkum hjá törfunum. Samkvæmt nútímakenningum er hún búin taugum sem m.a. geta greint seltu sjávarins.

 

2. Afrískur fíll

Gerð: Skögultennur.

Lengd: Allt að 2 metrar.

 

Skögultennur fíla gegna ýmsum hlutverkum. Þær má nota til að grafa, bera og safna fæðu en jafnframt eru þær mikilsverð hlíf fyrir ranann sem er fílnum afar mikilvægur þegar hann étur eða drekkur.

 

3. Rostungur

Gerð: Augntennur.

Lengd: Allt að 1 metri.

 

Tvær augntennur verða að skögultönnum niður úr efri gómi rostunga. Karldýrin beita tönnunum óspart í baráttu um kvendýrin en þær nýtast í ýmislegt fleira, t.d. þegar dýrin þurfa að vega sig upp á ísinn.

 

4. Flóðhestur

Gerð: Augntennur.

Lengd: 50-60 cm.

 

Flóðhestar nota augntennurnar sem vopn gegn öðrum flóðhestum eða til að hræða önnur dýr á flótta. Tennurnar eru banvæn vopn og komust t.d. á forsíður blaða þegar flóðhestur beit taívanskan ferðamann til bana í Keníu 2018.

 

5. Hjartarsvín

Gerð: Augntennur.

Lengd: 40-45 cm.

 

Snúnar tennur þessa svíns eru trúlega bæði stöðutákn og vopn í baráttu við önnur dýr. Tennurnar halda áfram að vaxa og geta á endanum borað sig inn í höfuðkúpuna ofanverða.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

Shutterstock,© Alamy/Imageselect,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.