Search

Topp 5 – Hvaða dýr hafa lengstar tennur?

Tennur dýra eru mismargar og mismunandi að stærð og gerð en hvaða dýr hefur eiginlega lengstu tennurnar?

BIRT: 03/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Náhvalur

Gerð: Skögultönn. 

Lengd: Allt að þrír metrar.

 

Náhvalur hefur tvær framtennur. Sú hægri verður allt að 30 cm löng og helst inni í gininu en vinstri tönnin stækkar miklu lengra og vex út gegnum efri vörina – einkum hjá törfunum. Samkvæmt nútímakenningum er hún búin taugum sem m.a. geta greint seltu sjávarins.

 

2. Afrískur fíll

Gerð: Skögultennur.

Lengd: Allt að 2 metrar.

 

Skögultennur fíla gegna ýmsum hlutverkum. Þær má nota til að grafa, bera og safna fæðu en jafnframt eru þær mikilsverð hlíf fyrir ranann sem er fílnum afar mikilvægur þegar hann étur eða drekkur.

 

3. Rostungur

Gerð: Augntennur.

Lengd: Allt að 1 metri.

 

Tvær augntennur verða að skögultönnum niður úr efri gómi rostunga. Karldýrin beita tönnunum óspart í baráttu um kvendýrin en þær nýtast í ýmislegt fleira, t.d. þegar dýrin þurfa að vega sig upp á ísinn.

 

4. Flóðhestur

Gerð: Augntennur.

Lengd: 50-60 cm.

 

Flóðhestar nota augntennurnar sem vopn gegn öðrum flóðhestum eða til að hræða önnur dýr á flótta. Tennurnar eru banvæn vopn og komust t.d. á forsíður blaða þegar flóðhestur beit taívanskan ferðamann til bana í Keníu 2018.

 

5. Hjartarsvín

Gerð: Augntennur.

Lengd: 40-45 cm.

 

Snúnar tennur þessa svíns eru trúlega bæði stöðutákn og vopn í baráttu við önnur dýr. Tennurnar halda áfram að vaxa og geta á endanum borað sig inn í höfuðkúpuna ofanverða.

BIRT: 03/09/2022

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Alamy/Imageselect,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is