Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?

Steypireyðurin er sem kunnugt er stærsta spendýr jarðar og Afríkufíllinn stærsta landspendýrið en hvaða spendýr er minnst allra spendýra?

BIRT: 08/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Dvergmoskussnjáldra – 1,8 grömm.

 Dvergmoskussnjáldran er aðeins 4 cm að lengd og á heimkynni frá Evrópu og Norður-Afríku til Suðaustur-Asíu. Dýrin éta tvisvar sinnum eigin líkamsþyngd af skordýrum á dag og veigra sér ekki við að ráðast á bráð í eigin stærðarflokki. Þessi snjáldurmús er líka þekkt fyrir hraðan hjartslátt, meira en 15.000 slög á mínútu.

2. Býflugublaka – 2,0 grömm

Minnsta leðurblökutegundin er ekki öllu stærri en hunangsfluga, aðeins 3,2 cm að lengd. Heimkynni eru í hellum í Taílandi og Myanmar og í hópnum geta verið 500 dýr. Þessar leðurblökur lifa á skordýrum og láta nægja að fara úr hellinum í hálftíma í senn kvölds og morgna.

3. Dvergstökkmús – 3,8 grömm

Það er erfitt að koma auga á þessa pakistönsku stökkmús sem aðeins er 4,4 cm að lengd. Enn erfiðara er þó að ná henni því hún notar sterka afturfætur í metralöng stökk á eyðimerkursandinum og heldur jafnvægi með 8 cm löngu skotti.

4. Pokasnjáldra – 4,3 grömm

Auk smæðarinnar, 6 cm lengd, er það flatt höfuð sem einkennir þetta ástralska pokadýr. Breidd höfuðkúpunnar er mun meiri en hæðin. Á hæðina mælist höfuðið aðeins 3-4 mm og þetta nýtir dýrið til að stinga höfðinu niður í rifur til að ná í æti.

Afrísk dvergmús – 7,5 grömm

Þetta nagdýr er aðeins 5,5 cm að lengd og útbreitt á þurrkasvæðum í Afríku sunnan Sahara. Á kvöldin hrúgar dvergmúsin upp smásteinum við holuna og sleikir svo af þeim döggina morguninn eftir til að svala þorstanum.

BIRT: 08/09/2022

HÖFUNDUR: JENS E. MATTHIESEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Daniel Heuclin/Nature Picture Library. © Shutterstock. © Dr. Merlin D. Tuttle/Photoresearchers/Ritzau Scanpix. © Depositphotos. © Jiri Lochman/Nature Picture Library.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.