Pokar, umbúðir, klæði, flöskur – plastið er alls staðar.
Síðan 1950 hafa verið framleiddir meira en 9,2 milljarðar tonna af plasti á heimsvísu. Árið 1950 var framleiðslan 1,5 milljón tonn en komin í 368 milljón tonn árið 2019.
Og við þurfum að losna við plastið aftur.
Bara á árinu 2018 var plastsorp um 342,6 milljón tonn. Megnið kom úr umbúðum og fatnaði.
Árið 2050 verður búið að setja 12 milljarða tonna af plasti á haugana, út í náttúruna eða í höfin.
Aðeins 21% af plastinu er endurunnið en 24% umbreytast í hita í brennslustöðvum. Annar plastúrgangur lendir á sorphaugum eða einhvers staðar í náttúrunni.
Ef við höldum svona áfram er gert ráð fyrir að 2050 höfum við losað okkur við 12 milljarða tonna af plasti á sorphaugum eða úti í náttúrunni.
Sjö gerðir af plasti
Þótt okkur hafi farið mikið fram í sorpflokkun er stór hluti plastúrgangs aldrei endurunninn. Tölur eru misjafnar eftir löndum en stór hluti ástæðunnar er sá að plast er ekki bara plast.
Til eru sjö aðalgerðir af plasti og þær hafa mjög misjafna eiginleika. Sumar gerðirnar eru mjúkar og sveigjanlegar en aðrar harðar og sterkar. Þessar gerðir þarf að aðskilja til að endurvinnsla sé möguleg. Gallinn er bara sá að í mörgum plastvörum er fleiri gerðum blandað saman og þá er ógerlegt að aðskilja þær.
Plast fínkornað og brætt
Eftir söfnun berst notað plast til verksmiðju þar sem umfangsmikil vinnsla tryggir að unnt sé að endurvinna það.
- Plastgerðir grófflokkaðar
Allt efni sem ekki er plast er tekið frá. Önnur vönduð flokkun tryggir að ólíkar gerðir blandist ekki saman. Því næst er plastið tætt í sundur.
- Vatn flokkar enn frekar
Plastgerðirnar eru flokkaðar áfram, m.a. með þéttniflokkun í vatni. Plastgerðirnar PP og PET hafa misjafna massafylli og því flýtur PP en PET sekkur.
- Plastið brætt
Plastið er nú mulið enn smærra. Síðan er það brætt niður í fíngerð korn sem unnt er að nota til að framleiða nýjar plastvörur.
Ofan á allt annað er plastið oft tengt öðrum efnum, svo sem málmi, gleri eða pappa. Margar dósir eru t.d. plasthúðaðar að innan og það plast er erfitt að endurvinna.
Heppileg leið til að endurvinna meira af plasti væri sú að nota sömu gerð í allar neysluvörupakkningar.