Þegar Úkraína varð sjálfstætt árið 1991 eftir hrun Sovétríkjanna, vonuðu íbúar landsins að það myndi jafnframt marka lok 1.200 ára endurtekinna innrása og stöðugs óróa.
Á 10. öld var höfuðborg Úkraínu, Kænugarður, miðstöð stærsta ríkis Evrópu, Kiev-ríkisins. Hið risastóra heimsveldi teygði sig yfir það sem við þekkjum í dag sem Úkraínu, Rússland og Hvíta-Rússland.
Hin róstursama 12. öld einkenndist af endulausum innrásum og landamærabreytingum.
Fyrst í upphafi 20. aldar fór úkraínsk þjóðerniskennd fyrir alvöru að mótast og í kjölfar rússnesku byltingingarinnar og loka fyrri heimsstyrjaldar varð sjálfstætt úkraínskt ríki stofnað í fyrsta sinn.
Sjálfstæðið var þó skammvinnt því árið 1922 var landið innlimað í Sovétríkin.
Saga átaka
Þrátt fyrir vonir um annað árið 1991, veldur ólgusöm saga landsins enn pólitískri spennu.
Sjálfstæði Úkraínu hefur verið þyrnir í augum Rússlandsforseta, Vladimírs Pútíns, sem hefur ítrekað vísað til Rússlands sem „fóðurlands Úkraínu“ og innlimaði á þeim grundvelli Krímskaga árið 2014.
Hið erfiða samband milli landanna varð enn verra í febrúar 2022 með innrás Rússa í Úkraínu.
LESTU EINNIG
Þá nýtti rússneski forsetinn sameiginlega sögu Úkraínu og Rússlands sem rök fyrir stríði þegar hann tilkynnti innrásina í ræðu til þjóðarinnar.
Hann vísaði til Úkraínu sem gerviríkis sem er í raun hluti af Rússlandi.
„Úkraína nútímans hefur algjörlega verið sköpuð af Rússlandi,“ sagði hann.
Flestir eru þó ósammála þeirri túlkun og ESB og Bandaríkin hafa m.a. innleitt harðar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi til að bregðast við innrás Pútíns.