Eðlilegt hitastig líkamans
Eðlilegt hitastig líkamans er á bilinu 36,5 til 37,5 gráður. Þetta á bæði við um börn og fullorðna.
Þetta þýðir að hitastig þar fyrir ofan táknar að við séum með hita.
Þó ber að hafa í huga að hitastig líkamans ræðst af því hvar það er mælt.
Sé hitastig munnsins mælt nemur meðalhitastigið 36,4 gráðum en í endaþarminum er eðlilegt hitastig 37,1 gráða.
LESTU EINNIG
Heilinn sendir boð um að hækka líkamshitann. Þegar við fáum hita sendir heilinn líkamanum boð um að hækka líkamshitann.
Þetta gerist með því móti að æðarnar – einkum æðarnar í húðinni – dragast saman, líkt og stundum eiga sér stað samdrættir í vöðvunum.
Vöðvasamdrættirnir valda því að hiti myndast en viðbrögð húðarinnar gera það að verkum að hitatapið minnkar.
Heilinn hrindir nákvæmlega sama ferli af stað þegar okkur verður kalt og fyrir vikið líður okkur líkt og að okkur sé kalt.
Í langflestum tilvikum stafar aukinn hiti af sýkingum. Þegar ónæmiskerfið verður vart við örverur sem komist hafa í líkamann, framleiðir hann meðal annars svonefnd pýrógen sem valda hækkun líkamshitans.
Þegar pýrógenin ná alla leið inn í hitastillingu heilans, undirstúkuna, myndast efni á borð við prostaglandín sem valda hitastigshækkun í undirstúkunni.
Undirstúkan samanstendur af ýmsum litlum kjörnum sem eru staðsettir í neðri hluta miðheilans. Undirstúkan stjórnar ósjálfráða taugakerfinu, m.a. stillingu hitastigs og blóðþrýstings.
Hitastigið stjórnast af undirstúkunni
Undirstúkan gegnir hlutverki hitastillis í líkamanum.
Hitastigið hér er ávallt „rétt“ og þegar heilinn skynjar að hitastig undirstúkunnar sé hærra en við á annars staðar í líkamanum sendir hann boð um að samstundis skuli hækka líkamshitann.
Þessu verkefni sinnir ósjálfráða taugakerfið, auk þess sem hormónalík efni koma hér einnig við sögu.
Á meðan líkamshitinn helst óbreyttur verður okkur hvorki kalt né við svitnum. Þegar svo hitinn aftur fer að lækka finnum við þessi dæmigerðu svitaviðbrögð.