Læknisfræði

Leynivörn bakteríanna hefur verið afhjúpuð

Nýjar tilraunir afhjúpa fyrstu varnir bakteríanna gegn sýklalyfjum. Uppgötvunin getur leitt af sér öflugri vopn gegn sýkingum.

BIRT: 14/04/2023

Þegar bakteríur lenda í árás sýklalyfja nútímans grípa þær til áður óþekktra varna sem skapar þeim svigrúm til að koma sér upp ónæmi.

 

Þetta sýna tilraunir vísindamanna hjá Lyonháskóla í Frakklandi.

 

Vísindamennirnir athuguðu hvernig blanda ónæmra og venjulegra kólíbaktería brást við sýklalyfinu tetracylíni.

 

Bakteríur aðstoða hverja aðra

Eins og vænst var lifðu ónæmu bakteríurnar af þar eð þær hafa sérstakt prótín sem dælir lyfinu út í gegnum frumuvegginn.

 

Þetta prótín höfðu hinar bakteríurnar ekki en þær virkjuðu hins vegar annað prótín sem hefur mjög fjölþætta virkni.

 

Þar eð prótínið er ekki sérhæft gegn tetracyklíni hafði það takmörkuð áhrif en dugði þó til að losa hluta lyfsins út gegnum frumuvegginn.

LESTU EINNIG

Neyðardæla kaupir nauðsynlegan tíma

Venjuleg baktería getur staðist árás sýklalyfs nægilega lengi til að komast yfir ónæmisgen frá öðrum bakteríum.

Árás á bakteríur

Lyfjaþolin (rauð) og óbreytt baktería (græn) verða samtímis fyrir árás lyfs sem kemst inn í báðar til að drepa þær.

Vörnin virkjuð

Lyfjaþolna bakterían getur dælt lyfinu út. Hin ræsir minna virka neyðardælu.

Hjálpin berst

Ónæma bakterían gefur hinni gen sem kóða fyrir fullvirkri dælu og hin bakterían verður lyfjaþolin.

Árás á bakteríur

Lyfjaþolin (rauð) og óbreytt baktería (græn) verða samtímis fyrir árás lyfs sem kemst inn í báðar til að drepa þær.

Vörnin virkjuð

Lyfjaþolna bakterían getur dælt lyfinu út. Hin ræsir minna virka neyðardælu.

Hjálpin berst

Ónæma bakterían gefur hinni gen sem kóða fyrir fullvirkri dælu og hin bakterían verður lyfjaþolin.

Prótínið sem kallast AcrAB-TolC, gat þannig haldið bakteríunum lifandi nógu lengi til að þær næðu að taka til sín gen úr ónæmu bakteríunum.

 

Og það var einmitt það sem gerðist. Ónæmu bakteríurnar færðu genið sem kóðar fyrir rétta prótíninu, yfir til þeirra sem ekki höfðu það.

 

Sjáðu hvernig bakteríurnar hjálpa hver annari:

Lyfjaþolnar kólíbakteríur (rauðar) hjálpa öðrum bakteríum (grænum) að verjast sýklalyfjum.

Ef nú tekst að þróa aðferð til að vinna bug á prótíninu AcrAB-TolC verður unnt að koma í veg fyrir útbreiðslu ónæmis á þennan hátt.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.