Læknisfræði

Lykillinn að lengra lífi: Versti drápari heims skal nú sjálfur deyja

Hjarta- og æðasjúkdómar eru skæðasti óvinur þinn, ef þú vilt eiga langa ævi. En baráttan gegn þessum sjúkdómum reynist byggja á misskilningi og því þarf að byrja upp á nýtt – með því að græða svínshjarta í mann.

BIRT: 02/01/2023

Hjarta Davids Bennett var hætt að virka. Þessi 57 ára Bandaríkjamaður var algerlega háður vélbúnaði sem bætti súrefni í blóðið og dældi því um líkamann. Risi hann upp úr sjúkrarúminu var dauðinn vís. Ekkert annað en tímamótauppgötvun gæti bjargað lífi hans.

 

Eins og 126 milljónir annarra Bandaríkjamanna þjáðist Bennett af hjarta- og æðasjúkdómi. Árlega deyr um milljón þeirra úr sjúkdómi sínum eða svo sem tveir á hverri mínútu.

 

En læknar Davids Bennett höfðu aðra áætlun fyrir hann. Þeir vildu prófa umdeilda aðferð sem aldrei hafði verið reynd áður á mönnum: Hjarta sjúklingsins skyldi skipt út fyrir svínshjarta.

Add Your Heading Text Here

Þessi nýja meðferð hafði ekki hlotið samþykki heilbrigðisyfirvalda en læknarnir fengu engu að síður leyfi fyrir aðgerðinni þar eð Bennett átti enga aðra lífsmöguleika. Þessar aðstæður undirstrika almennan skort að viðbragðsmöguleikum í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma.

 

Rannsóknir á þessu sviði höfðu að vísu lengi þótt skila álitlegum árangri. Kólesteról var snemma brennimerkt sem aðalsökudólgurinn og ný úrræði með stofnfrumumeðferð virtust lofa góðu. Því miður hefur hvort tveggja nú reynst að hluta til rangt.

 

Hjartasérfræðingar neyðast nú til að þurrka krítartöfluna og byrja upp á nýtt – og sú aðgerð sem gerð var á David markar tímamót og nýtt upphaf.

 

Skæðasti drápari heims

18 milljónir dauðsfalla á ári – og meira en 30% allra dauðsfalla á heimsvísu – stafa af hjarta- og æðasjúkdómum. Að samanlögðu eru þessir sjúkdómar skæðasti drápari heims.

 

Til samanburðar drepur krabbamein sem er í öðru sæti, um 10 milljónir. Hlutföllin milli þessara stærstu dánarvalda eru þó mismunandi eftir heimshlutum. Í mörgum ríkjum í Norður-Evrópu eru hlutföllin til dæmis svipuð.

 

Hjarta- og æðasjúkdómar leggja einkum eldra fólk að velli. Meðal yngra fólks eru algengustu dánarorsakirnar hins vegar slys, sjálfsvíg og fíkniefnaneysla.

Algengasta dánarorsök er eftir búsetunni

  • Í flestum heimshlutum eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsökin. Í Norður-Ameríku, Evrópu, Mið-Asíu, Ástralíu og stórum hluta Suður-Ameríku er veiklun hjartans (t.d. vegna kransæðastíflu) algengust. Í Suðaustur-Asíu verður blóðtappi í heila flestum að bana. Í suðurhluta Afríku er eyðni efst á listanum, Í Vestur-Afríku malaría en í Alsír, Súdan, Írak og Yemen fyrirburafæðingar.

Leiðbeiningar um kortið að ofan:

 

  • Svart: Blóðþurrð í hjarta, t.d. vegna kransæðastíflu

 

  • Grænt: Sýkingar í lungum

 

  • Bleikt: Meðfædd vansköpun

 

  • Rautt: Heilablæðing/blóðtappi

 

  • Appelsínugult: Eyðni

 

  • Vínrautt: Stríð

 

  • Fjólublár: Ofbeldi

 

  • Blátt: Malaría

 

  • Grátt: Umferðarslys

Hugtakið hjarta- og æðasjúkdómar nær yfir sjúkdóma í hjarta og æðakerfi. Meðal þeirra algengustu eru kransæðastífla sem sviptir hjartavöðvann súrefni og blóðtappar í heila. David Bennett þjáðist af hjartabilun, að líkindum eftir slæma kransæðastíflu.

 

 

Oftast stafa þessir sjúkdómar af því að fita safnast upp í æðum. Uppsöfnuð fita á æðaveggjunum þrengir æðarnar og fyrir bragðið kemst minna blóð í gegn. Fitan getur að lokum stíflað æðina alveg og þá getur æðin brostið eða valdið lífshættulegum blóðtappa annars staðar.

Fita kæfir hjartavöðvana

Fitukekkir í blóðrásinni (einkum kransæðum) valda blóðþurrð og þar með súrefnisskorti í hjartanu. Í versta falli leiðir þetta til brjóstverkja, síðan blóðtappa í hjarta og loks stöðvast hjartað.

1. Fita safnast upp í kransæðum

Setlög af fitu safnast upp á æðaveggjum í blóðæðum hjartans. Þrengingin dregur úr blóðstreymi og þar með súrefni og næringu. Þetta getur valdið brjóstverk, allt eftir staðsetningu og þrengingu.

2. Klumpar stækka og rífa sig lausa

Safnist upp of mikil fita getur hún lokað fyrir blóðrásina eða rifið sig lausa og myndar þá blóðtappa sem valda súrefnisskorti og frumudauða í hjartanu.

3. Hjartað gefst upp og deyr

Súrefnisskortur getur truflað takt hjartans eða veiklað hjartavöðvana svo mikið að þeir geti ekki dælt blóði um líkamann. Í versta falli stöðvast hjartað alveg og lífinu verður ekki bjargað nema með bráðaaðgerð.

Vísindamenn hafa lengi talið að mettaðar fitur í mat séu ein helsta ástæða hjarta- og æðasjúkdóma. Samkvæmt kenningunni leiðir mettuð fita af sér aukið kólesteról í blóði og kólesterólið sest á æðaveggina.

 

Margir telja samhengið milli kólesteróls og hjarta- og æðasjúkdóma fullsannað og fjölmörg lyf hafa verið þróuð á grundvelli þess. En margir vísindamenn taka nú að setja spurningarmerki við þessa útbreiddu kenningu.

Nýjar rannsóknir sýni að fólk með mjög mikið kólesteról lifi lengur en fólk með mjög lítið kólesteról.

Þessir vísindamenn hafa nú skoðað nánar þær rannsóknir sem í upphafi tengdu kólesteról við hjarta- og æðasjúkdóma og telja að í mörgum tilvikum hafi verið átt við niðurstöðurnar, t.d. með því að velja sérstaklega þær tölur sem gátu stutt kenninguna.

 

Þessir gagnrýnendur benda líka á að nýjar rannsóknir sýni að fólk með mjög mikið kólesteról lifi lengur en fólk með mjög lítið kólesteról.

 

Því fer þó fjarri að kólesterólkenningin sé dauð. Þvert á móti er hún studd mörgum traustvekjandi rannsóknum og margir sérfræðingar eru enn þeirrar skoðunar að kólesteról eigi þátt í tilurð hjarta- og æðasjúkdóma. Hin nýja gagnrýni merkir engu að síður að menn þurfa að taka skref til baka og yfirvega aðra möguleika – möguleika sem gætu leitt af sér ný og betri lyf.

 

Svín geta bjargað

Reynist kólesterólkenningin vera blindgata, þurfa vísindamenn að finna aðra leið og sú sem bestu þótti lofa um langt skeið virtist þakin stofnfrumum. Árið 2001 sýndu bandarískir vísindamenn fram á að unnt var að gera við sködduð músahjörtu með stofnfrumum.

 

Mikill áhugi kviknaði í kjölfar þeirrar rannsóknar og fjölmargar rannsóknir voru gerðar. Því miður kom svo í ljós að niðurstöðurnar höfðu verið falsaðar og áhuginn á stofnfrumum í þessu tilliti má kalla hruninn – þótt hann sé reyndar ekki alveg horfinn.

 

En vísindamenn hafa í rauninni neyðst til að byrja aftur á byrjuninni. Til allrar lukku hafa fjöldamargar nýjar hugmyndir komið fram, meðal þeirra genabreytt svínshjörtu eins og það sem grætt var í David Bennett.

LESTU EINNIG

Að öllu eðlilegu ætti ónæmiskerfið að ráðast mjög harkalega gegn líffæri úr annarri dýrategund en í þessu tilviki höfðu verið fjarlægð úr svíninu fjölmörg gen sem voru til þess fallin að vekja andúð ónæmiskerfisins.

 

Engin fullvissa var þó fyrir því að þessar genabreytingar myndu hindra viðbrögð ónæmiskerfisins í David Bennett. Læknar og aðrir vísindamenn biðu því spenntir eftir aðgerðina í janúar 2022.

 

Aðgerðin tókst betur en menn þorðu að vona. Bennett leið mun betur og gat m.a.s. hafið endurhæfingu skömmu síðar.

 

Því miður lést hann um tveimur mánuðum eftir aðgerðina, að því er virtist úr óuppgötvaðri veirusýkingu í nýja hjartanu. Þessi tveir mánuðir voru þó að líkindum lengri tími en hann hefði lifað án aðgerðar og þótt svona færi vekur þessi aðgerð nýjar vonir.

 

Að Bennett skyldi lifa svona lengi með ígrætt svínshjarta sýnir að það er erfiðisins virði að vinna áfram að þróun þessarar aðferðar. Hún gæti mögulega bjargað milljónum mannslífa með alvarlega hjartasjúkdóma. Hitt er þó ekkert síður mikilvægt að aðgerðin ryður brautina fyrir fleiri nýjungar í baráttunni við afkastamesta drápara heims.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SUNE KJÆRSGAARD JENSEN

MEDITERRANEAN/Getty Images. © University of Maryland School of Medicine/AFP/Ritzau Scanpix. © Shutterstock. © Shutterstock & Lotte Fredslund.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.