Megrunarlyf leiðir til varanlegs þyngdartaps

Í Evrópu einni er einn af hverjum sex íbúum sagður vera haldinn offitu. Nú hefur litið dagsins ljós nýtt lyf sem haldið getur líkamsþyngdinni í skefjum og þar með dregið verulega úr hættunni á fylgikvillum.

BIRT: 24/08/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

Læknisfræði – Lyf

Lestími: 2 mínútur

 

Lyfjafyrirtækið Novo Nordisk fékk fyrir skemmstu leyfi fyrir nýju lyfi sem talið er geta valdið straumhvörfum í baráttunni við offitu.

 

Vikulegur skammtur af stungulyfinu Wegovy dregur úr matarlyst sjúklinganna og niðurstöðurnar lofa góðu:

 

Tilraunaþátttakendurnir misstu í heildina 17-18 hundraðshluta líkamsþyngdar sinnar og þyngdartapið entist allt tímabilið sem tilraunin stóð yfir, þ.e. í 68 vikur alls.

 

Leyfi hefur fengist fyrir Wegovy í Bandaríkjum fyrir alla offitusjúklinga sem þjást af sykursýki 2 eða eru með of háan blóðþrýsting.

 

Leyfisveitingin í Bandaríkjunum er talin munu greiða götu lyfsins til annarra hluta heimsins, þar sem mikill heilsufarsvandi stafar af offitu. 

 

Um 650 milljónir manna þjást af alvarlegri offitu. Þegar á heildina er litið þjást fleiri af offitu en vannæringu í heiminum.

 

Í Bandaríkjunum einum er rösklega þriðjungur íbúanna með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 og teljast fyrir vikið haldnir „alvarlegri offitu“. Í Evrópu er „aðeins“ um að ræða 15% íbúanna en hlutfallið hækkar stöðugt.

 

Með því að lækka líkamsþyngdarstuðulinn um 5-10% meðal þeirra sem skilgreindir eru með offitu eða alvarlega offitu, mætti minnka til muna hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og það er í þessu sambandi sem miklar vonir eru bundnar við nýja lyfið.

 

Wegovy virkar á þann hátt að það líkir eftir hormóninu GLP-1 sem hefur áhrif á þær stöðvar heilans sem stjórna matarlystinni. Miðað við önnur lyf á markaðinum, leiðir Wegovy af sér tvöfalt til þrefalt meira þyngdartap og þess má geta að þyngdartapið virðist vara meðan á lyfjameðferðinni stendur.

 

 

Líkt og við á um lyf sem vinna bug á of háum blóðþrýstingi er ætlunin að meðferðin með Wegovy sé viðvarandi.

 

Þetta „nýja“ lyf er í raun alls ekki alveg nýtt. Virka efnið í Wegovy kallast semaglútíð en árið 2017 var veitt leyfi fyrir notkun þess gegn sykursýki 2. Sem stendur standa yfir tilraunir með lyfið í meðhöndlun á heilahrörnunarsjúkdóminum alzheimer.

 

 

Birt 24.08.2021

 

 

Nanna Andersen

 

 

BIRT: 24/08/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is