Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Nútímamaðurinn sem tekur þátt í uppeldi barna sinna er kominn til að vera. Ný rannsókn sýnir að umhyggja föðurins verkar á hormóna sonarins sem tileinkar sér sama háttalag. Mögulega er þessi félagslegi arfur að festa rætur í genamenginu.

BIRT: 30/03/2024

Þess vegna skalt þú lesa greinina

  • Til að öðlast þekkingu á hvernig viðmót föður getur ákvarðað testósterónmagn sonar.

 

  • Til að skilja hvernig það umhverfi sem við ölumst upp í getur breytt okkar líffræðilega arfi.

Fyrir utan skólann er pabbinn mættur og bíður eftir stráknum sínum í bílnum. Á leiðinni heim spyr hann son sinn hvernig dagurinn hafi verið og eftir kvöldmatinn aðstoðar pabbinn strákinn við heimalærdóminn. Um helgar spila þeir fótbolta saman og fara í bíó.

 

Pabbinn tekur ríkan þátt í uppvexti sonar síns og veitir honum allan þann stuðning og umhyggju sem hann getur. Og vitanlega virkar þetta á soninn sem vex upp með föður sinn sem fyrirmynd sína. En ekki nóg með það, þetta umhyggjusama háttalag föðurins hefur einnig áhrif á hormónabúskap sonarins.

 

Ný rannsókn sýnir að umhyggjusamur og virkur faðir sem sjálfur einkennist af því að vera með lágt testósterónmagn, dregur einnig úr hormónaframleiðslu hjá syninum. Áhrif þessi eru jafnvel varanleg og þar með hefur faðirinn sett sitt mark á hvernig viðmót sonurinn kemur til með að tileinka sér í lífinu.

 

Uppgötvun þessi kom fram í einstakri rannsókn sem vísindamenn við  Notre Dame háskólann í BNA framkvæmdu.

„Föðurhlutverkið getur haft varanleg áhrif í margar kynslóðir – einnig í líffræðilegum skilningi.“

Lee Gettler, prófessor við Notre Dame háskólann BNA.

Tæplega 1.000 karlmenn tóku þátt í rannsókninni og var þeim fylgt eftir fyrstu 30 ár af ævi þeirra. Frá því á fyrstu árunum var magn testósteróns mælt og háttalag þeirra og framkoma skráð niður. Samhengið reyndist eindregið og kom jafnvel vísindamönnunum sem stóðu að rannsókninni á óvart.

 

„Rannsókn okkar varpar ljósi á hvernig reynsla í bernsku getur mótað framleiðslu á þessu mikilvæga hormóni. Fyrir mér sýna niðurstöðurnar að föðurhlutverkið getur haft varanleg áhrif í margar kynslóðir – einnig í líffræðilegum skilningi,“ segir einn forkólfur rannsóknarinnar, Lee Gettler prófessor.

 

Þetta bendir þannig til að föðurhlutverk nútímans, þar sem pabbar taka fyrr ríkari þátt í uppeldi barna sinna, er komið til að vera.

 

Hormónið virkar í öllum líkamanum

Kynhormónið testósterón tekur m.a. þátt í þróun þeirra líffræðilegu eiginleika sem greina menn frá konum. Bæði kyn framleiða hormónið en hjá karlmönnum gerist það í mun meira mæli heldur en hjá konum og því er testósterón einnig kallað karlhormón.

 

Á fósturstigi á hormónið ríkan þátt í þróun typpis og eistna og leggur auk þess ríkan þátt í uppbyggingu beina og vöðvamassa ásamt framleiðslu á blóð- og sæðisfrumum.

Testósterón virkar bæði í heila og í líkama. Hormónið hefur m.a. mikla virkni á sæðis- og blóðfrumnaframleiðslu sem og vöxt vöðva, beina og líkamshára.

Hormónið hefur einnig mikil áhrif á framkomu og háttalag manna. Mikið testósterónmagn eykur kynhvöt karlmanna og gerir þá framtakssama sem líffræðilega séð er ágæt byrjun á því að geta tryggt sér maka til að eignast börn með.

 

En mikið testósterónmagn er ekki eins heppilegt til að sjá um afkomendur. Þess vegna eru það yfirleitt kvendýr hjá spendýrum sem sjá um uppeldi afkvæmanna.

 

Einungis hjá 5% tegundanna – þar á meðal manneskjunni – taka karlarnir þátt í uppeldinu. En til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að skrúfa niður í framleiðslu á testósteróni.

 

Börn hamla testósteróni

Uppgötvun á þessu samhengi milli viðmóts föðurs og hormónaframleiðslu sonar er sú nýjasta í röð rannsóknarniðurstaðna sem á síðustu áratugum hafa afhjúpað hvernig testósterónmagn fylgir aðstæðum karla í lífi þeirra.

 

Margar rannsóknir hafa þannig sýnt fram á að þegar karlar eignast börn minnkar testósterónmagn þeirra. Og aðrar rannsóknir hafa sýnt að feður með lægra testósterónmagn eru umhyggjusamari gagnvart börnum sínum heldur en feður með mikið magn.

Nærgætinn faðir minnkar magn testósteróns hjá syni sínum.

Reyndar minnkar magnið áður en karlmenn eignast börn. Rannsóknir hafa sýnt að menn sem eru í föstu sambandi eru með lægra magn heldur en þeir sem einhleypir eru.

 

Vísindamenn voru lengi í vafa um hvort það stafi af því að menn með minna testósterón eru líklegri til að gifta sig eða hvort það að komast í samband minnki framleiðslu á testósteróni. En árið 2017 fann teymi vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla svarið.

 

Yfir tíu ára tímabil fylgdust vísindamennirnir með testósterónmagni af 1.100 mönnum á aldrinum 30 – 60 ára. Niðurstöðurnar sýndu að karlmenn sem voru einhleypir við upphaf rannsóknarinnar en giftust síðar voru með mesta fall í magni testósteróns.

 

Sýnin sem voru tekin við upphaf rannsóknarinnar var ekki hægt að nýta til að segja fyrir um hvaða menn væru líklegastir til að giftast á þessu tímabili. Í ljósi þess gátu vísindamennirnir ályktað að það hlyti að vera sambandið sem verkar á testósterónframleiðslu karlmanna – en ekki að þessu sé öfugt farið.

Hormón sveiflast í gegnum lífið

Magn testósteróns í mönnum er breytilegt eftir aðstæðum þeirra hverju sinni. Á sumum tímaskeiðum þurfa þeir að vera framtakssamir til að finna sér maka, í öðrum aðstæðum skiptir mestu máli að sýna nærgætni og forðast átök.

1. Makaleit keyrir upp testósterónið

Testósterón ólgar í blóði karlmanns í leit að maka. Hormónið eykur framtakssemi hans sem og kynhvötina en þannig aukast líkur hans á því að finna förunaut sem hann getur eignast börn með.

2. Hjónaband og fjölskyldulíf minnkar magn testósteróns

Þegar karlmaðurinn hefur fundið sér eiginkonu og eignast börn minnkar magn testósteróns. Þetta gerir hann að hæfari fjölskylduföður sem sinnir afkomendum sínum af alúð og forðast átök við eiginkonuna.

3. Skilnaður skrúfar aftur frá hormóninu

Stofnun fjölskyldu skrúfar ekki endanlega fyrir mikið testósterónmagn karla. Rannsóknir sýna að þegar karlmenn skilja og leita aftur að förunaut, þá eykst framleiðsla á testósteróni á ný.

Þegar testósterónframleiðsla manna lagar sig að félagslegu hlutverki þeirra er talað um að sviperfðaþættir geti hamlað virkni tiltekinna gena.

 

Umhverfið stýrir genum okkar

Segja má að efnasameindir sem nefnast metylhópar setjist á DNA genanna þannig að innbyggð uppskrift þeirra – t.d. á testósteróni er ólæsileg.

 

Þar með er genið slegið út en þau áhrif eru ekki varanleg. Metylhópurinn getur síðar losað tök sín á erfðaefninu þannig að genið verði virkt á ný. Með þessum hætti geta ytri aðstæður stýrt virkni gena okkar án þess að sjálf genin breytist nokkuð.

Virkni gena okkar getur breyst í gegnum lífið vegna þess að metýlhópar (hvítir) festast við DNA strenginn. Þetta hindrar virkni gensins, en án þess þó að verða varanleg.

Rétt eins og framleiðsla feðra á testósteróni getur mótast af ytri lífskjörum eru það trúlega einnig sviperfðir sem verða til þess að atferli feðra smitast yfir á hormónamagn sonanna.

 

Þessi nýja 30 ára langa rannsókn sýnir að áhrifin eru mest þegar sonurinn er á táningsaldri.

 

Á þessum tíma í rannsókninni svöruðu drengirnir sjálfir spurningum um hvernig þeir litu á föður sinn – hvort hann væri umhyggjusamur og sinnti þeim vel eða fjarlægur og fráhrindandi. Áður, meðan drengirnir voru litlir, var sömu spurningum svarað af mæðrum þeirra.

 

Það sem er mest sláandi við rannsóknina er að táningsdrengir sem uxu upp með umhyggjusömum feðrum voru með lægra testósterónmagn síðar í lífinu, einnig þegar þeir sjálfir urðu feður. Því má segja að það sé á táningsaldri sem faðirinn markar varanleg spor í drengi sína.

Í nýju rannsókninni var umhyggja föðurs skilgreind vítt – hún gat t.d. falist í aðstoð við heimanámið. Það sem skipti sköpum var það að faðir væri þátttakandi og nærverandi í lífi sonarins.

Þegar drengirnir verða kynþroska eykst magn hormóna umtalsvert. Framleiðsla á testósteróni stýrist í samspili – sem nefnist HPG-öxullinn – þar sem bæði heili og eistu taka þátt.

 

Í öxli þessum eru það bæði undirstúka og heiladingull sem senda boð til sérstakra frumna í eistunum sem framleiða hormónið. Á hinn bóginn getur framleiðslan stöðvast við það að aðrar frumur í eistunum senda boð aftur til undirstúku heiladingulsins.

 

Jafnvægið milli boðanna sem fara hver sína leið, skiptir sköpum fyrir því hversu hátt testósterónmagn greinist í drengjunum.

Heili og eistu stýra hormóni

Framleiðsla karla á testósteróni stýrist af svokölluðum HPG-öxli sem tekur bæði til heila og eistna. Öxullinn fínstillist á táningsárunum þar sem hann verður fyrir áhrifum af því atferli sem drengir upplifa hjá feðrum sínum.

1. Heilastöðvar senda boð til eistna

Framleiðsla á testósteróni hefst í undirstúkunni sem sendir hormónið GnRH frá sér. Hormónið örvar heiladingul til að mynda annað hormón, LH sem er sent áfram til eistna.

2. Eistun auka framleiðslu

LH virkar eins og verkbeiðni sem fær svokallaðar leydigfrumur í eistum til að framleiða testósterón. Hormónið fer síðan út í blóðið þar sem það virkar bæði á heilafrumur og líkamsfrumur.

3. Frumur slökkva á hormónaverksmiðjunni

Í eistunum er einnig að finna svonefndar sertolifrumur sem að seyta hormóninu inhibin. Þetta hormón fær heiladingulinn til að stöðva sendingu á LH-hormóni. Án LH stöðvast framleiðsla á testósteróni.

Heili og eistu stýra hormóni

Framleiðsla karla á testósteróni stýrist af svokölluðum HPG-öxli sem tekur bæði til heila og eistna. Öxullinn fínstillist á táningsárunum þar sem hann verður fyrir áhrifum af því atferli sem drengir upplifa hjá feðrum sínum.

1. Heilastöðvar senda boð til eistna

Framleiðsla á testósteróni hefst í undirstúkunni sem sendir hormónið GnRH frá sér. Hormónið örvar heiladingul til að mynda annað hormón, LH sem er sent áfram til eistna.

2. Eistun auka framleiðslu

LH virkar eins og verkbeiðni sem fær svokallaðar leydigfrumur í eistum til að framleiða testósterón. Hormónið fer síðan út í blóðið þar sem það virkar bæði á heilafrumur og líkamsfrumur.

3. Frumur slökkva á hormónaverksmiðjunni

Í eistunum er einnig að finna svonefndar sertolifrumur sem að seyta hormóninu inhibin. Þetta hormón fær heiladingulinn til að stöðva sendingu á LH-hormóni. Án LH stöðvast framleiðsla á testósteróni.

Niðurstöður í þessari nýju rannsókn benda til að HPG-öxullinn á táningsárunum eigi þátt í viðkvæmu þróunarferli þar sem félagsleg áhrif frá feðrum geta leitt af sér viðvarandi áhrif.

 

Þetta samhengi styrkist af fyrri uppgötvunum sem hafa sýnt fram á að lífsskilyrði og reynsla á yngri árum eigi sinn þátt í að ákvarða virkni HPG-öxulsins á fullorðinsaldri.

 

Vísindamenn vita þó ekki nákvæmlega ennþá hvernig þetta á sér stað. En einn þáttur í þessu eru sviperfðirnar sem myndast á táningsaldri í tengslum við framkomu og háttalag föðurs og eiga sinn þátt í að stýra hormónaframleiðslu kirtlanna það sem eftir lifir ævinnar.

 

Félagslegur arfur verður líffræði

Þrátt fyrir að sviperfðafræðilegar stýringar á HPG-öxlinum virðist vera meginorsök þeirra áhrifa sem feður hafa á synina vilja vísindamenn ekki útiloka að venjulegar erfðir eigi sinn þátt í því.

LESTU EINNIG

Testósterónframleiðsla ákvarðast að hluta til af erfðum. Beri faðirinn gen sem yfirleitt veita hátt testósterónmagn – og sem gera hann ólíklegri til að vera viðvarandi uppeldi – getur sonurinn erft þessi gen sem munu þá einnig framleiða meira af hormónunum.

 

Þessi áhrif eru þó ekki nægjanlega mikil að mati vísindamanna til að útskýra niðurstöðurnar.

 

Óháð því hvort um erfðir eða umhverfi á táningsaldri sé að ræða sem hafa mest áhrif á testósterónmagn manna, sýna nýju rannsóknirnar að umhyggjusamir feður móta syni sína með líffræðilegum hætti svo þeir tileinka sér sambærilegt viðmót.

 

Föðurhlutverk nútímamannsins sem hefur þróast með síbreytilegu samfélagi undanfarna hálfa öld, er nú farið að skjóta rótum í líffræði og erfðum okkar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

© Shutterstock,© Equinox Graphics/SPL,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.