Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Samkvæmt nýlegri rannsókn batnar andleg heilsa okkar til muna eftir aðeins viku án samfélagsmiðla. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni fundu minna fyrir þunglyndi og kvíða en viðmiðunarhópurinn sem var u.þ.b. klukkustund á dag á samfélagsmiðlum.

BIRT: 13/09/2024

Það er kominn háttatími en þú ákveður að fletta í gegnum Instagram einu sinni í viðbót. Eða athugar aðeins hvort einhverjar nýjar og spennandi fréttir séu á Twitter.

 

Samfélagsmiðlar eru orðnir fastur liður í rútínunni hjá flestum en sálfræðingar vara við þessum nýju miðlum sem bjóða stöðugt upp á að bera sig saman við aðra og minnka alla nánd.

 

Í nýrri tilraun komust breskir vísindamenn að þeirri niðurstöðu að samfélagsmiðlar tæri upp geðheilsuna – og jafnvel ein vika án nettengingar sé holl fyrir sálina.

 

Samfélagsmiðlar breyta veruleika okkar og daglegu lífi

Á aðeins einum áratug hafa samfélagsmiðlar breytt lífi okkar í grundvallaratriðum. Miðlar eins og Facebook, TikTok, Instagram og Snapchat eru orðnir hluti af daglegu lífi okkar og eru miklir tímaþjófar.

 

Meðal Evrópubúi eyddi að meðaltali um tveimur klukkustundum á dag á samfélagsmiðlum, samkvæmt skýrslu Global Web Index. Sex af hverjum tíu netnotendum segjast vera stöðugt nettengdir.

Árið 2021 eyddu Evrópubúar að meðaltali rúmlega tveimur klukkustundum og sextán mínútum á samfélagsmiðlum hvern dag. Á heimsvísu var meðaltalið tíu mínútum hærra.

Sálartetrið á erfitt með að fylgja þessum stóru breytingum á lífsstíl okkar og því hafa sálfræðingar og aðrir sérfræðingar varað við því í mörg ár að samfélagsmiðlar geti stuðlað að geðrænum vandamálum og geðsjúkdómum eins og þunglyndi, kvíða og streitu.

 

Stöðug viðvera á netinu gerir það erfitt að vera til staðar með fjölskyldu og vinum og það getur haft áhrif á félagsleg samskipti.

 

Á sama tíma er boðið upp á endalausar myndir úr lífi annarra sem getur valdið minnimáttarkennd og streitu – sérstaklega hjá ungu fólki.

 

Vika án nettengingar hjálpar sálarlífinu

Í tilrauninni sýndu vísindamenn frá háskólanum í Bath í Englandi fram á að fólki líður betur andlega ef það sleppir samfélagsmiðlum í viku.

 

Rannsakendur skiptu 154 einstaklingum á aldrinum 18 til 72 ára í tvo hópa eftir að allir þátttakendur höfðu svarað spurningalista um sálræna líðan sína. Annar takmarkaði verulega notkun sína á samfélagsmiðlum á meðan hinn hélt áfram að fletta eins og vanalega.

LESTU EINNIG

Að meðaltali eyddi hver aðili í ónettengda hópnum 21 mínútu á samfélagsmiðlum alla vikuna. Sumir þátttakendanna minnkuðu netnotkun sína um níu klukkustundir á þessum sjö dögum með því að fletta ekki í gegnum Twitter, Facebook og Instagram.

 

Í samanburðarhópnum eyddu þátttakendur að meðaltali sjö klukkustundum á sjö dögum.

 

Að viku liðinni fylltu þátttakendur aftur út spurningalista um geðheilsu sína.

 

Ónettengdi hópurinn fann marktækt fyrir minna þunglyndi og kvíða og almenn andleg líðan þeirra hafði batnað miðað við samanburðarhópinn.

 

Rannsóknarteymið mun nú kanna hvort hlé frá samfélagsmiðlum skili mismunandi niðurstöðum í öðrum hópum, til dæmis hjá yngra fólki og andlega veikum einstaklingum.

 

Ef niðurstöðurnar verða svipaðar getur ,,offline“ tími orðið hluti af meðferð sálfræðinga í framtíðinni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.